Um Þýska Handboltann

Flestir bestu handboltamenn heims leika í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum stærstu leikjunum og sérstök áhersla lögð á að fylgjast með „Íslendingaliðunum“ en Íslendingar eru áberandi í sterkustu liðunum, bæði sem þjálfarar og leikmenn. Alfreð Gíslason þjálfar Kiel sem trónir á toppi deildarinnar og Aron Pálmarsson leikur stórt hlutverk sem leikstjórnandi liðsins. Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin sem var í 2. sæti deildarinnar um áramót og Alexander Petersson er lykilmaður í liðinu. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Rhein-Neckar Löwen og línumaðurinn Róbert Gunnarsson leikur með liðinu. Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson leikur með Magdeburg sem hefur verið að blanda sér í toppbaráttuna í vetur. Þá er Hans Lindberg, Íslendingurinn sem leikur með danska landsliðinu, í liði HSV Hamburg sem sigraði í deildinni á sl. ári. Aðrir Íslendingar í deildinni eru varnarjaxlinn Sverre Jakobsson sem leikur með Großwallstadt, línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem leikur með Wetzlar, hornamaðurinn Rúnar Kárason sem leikur með Bergischer og þremenningarnir Ásgeir Örn Hallgrímsson, Vignir Svavarsson og Hannes Jón Jónsson sem leika með Hannover Burgdorf.

Toyota Handball-Bundesliga
Stofnuð: 1966
Fjöldi liða í deildinni: 18
Núverandi meistarar: HSV Hamburg
Oftast meistarar: THW Kiel (16)
Heimasíða þýsku deildarinnar
Um þýska boltann á Wikipedia (enska)
Um þýska boltann á Wikipedia (þýska)
Þýski handboltinn á Facebook

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash