Um NBA

NBA er sterkasta körfuboltadeild í heimi, enda spila nær allir bestu körfuboltamenn heims með liðunum í NBA. Dallas Mavericks varð meistari í fyrsta sinn sl. sumar eftir sigur á Miami Heat í úrslitaviðureigninni en það má búast við harðri baráttu um meistaratitilinn í ár. Sýndir verða valdir leikir á Stöð 2 Sport fram að úrslitakeppninni auk þess sem sjónvarpsstöð NBA-deildarinnar, NBA TV, er í boði á Stöð 2 Fjölvarp. Þegar úrslitakeppnin hefst verða beinar útsendingar tíðari og fylgst verður með baráttunni um meistaratitilinn alveg til enda. 

Stjörnurnar í NBA
Liðin í NBA eru stjörnum prýdd. Dirk Nowitzki leiddi Dallas Mavericks til sigurs á síðasta tímabili, LeBron James fer fyrir sterku liði Miami Heat, Derrick Rose hjá Chicago Bulls var valinn besti leikmaður sl. vetrar, Dwight Howard er aðalmaðurinn hjá Orlando Magic, Kevin Durant er orðin stórstjarna í liði Oklahoma City Thunders og Kobe Bryant er alltaf sami snillingurinn í liði Los Angeles Lakers.

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash