05.02.2013 13:14

Girls á Stöð 2

Önnur þáttaröð af þessarri frumlegu gamanþáttaröð sem slegið hefur í gegn. Þættirnir verða sýndir skömmu eftir frumsýningu í Bandaríkjunum. Þættirnir fjalla um vinkvennahóp sem elur manninn í draumaborginni New York og áhorfendur fá að fylgjast með aðstæðum þeirra, samskiptum við hitt kynið, baráttunni við starfsframann og fleira. Skvísurnar eru allar á þrítugsaldri og fyrir hópnum fer Hannah Horvarth sem leikin er af Lenu Dunham. Sú er jafnframt hugmyndasmiður þátta, handritshöfundur þeirra og framleiðandi.

„Gossip Girl fjallaði um unglinga í betri hverfum Mannhattan á meðan Sex and the City fjölluðu um konur sem voru komnar með starfsframann á hreint og vildu fara að leggja drög að fjölskyldumyndun. Það er einn hópur kvenna á milli þessarra aldursskeiða sem á alveg eftir að fjalla um,“ sagði Dunham í viðtali um efni þáttanna.

Þættirnir hafa fengið lofsamlega dóma og þykja ferskur blær í flóru gamanþátta í Bandaríkjunum.

„Ávanabindandi allt frá fyrsta þætti“ New York Magazine
„Hrár, frumlegur, vandaður og brjálæðislega fyndinn“ Time
„..einhver frumlegasti, ferskasti og best gerði þáttur síðustu ára“ The Hollywood Reporter

 

Girls miðvikudaga á Stöð 2 klukkan 22:25.

Til baka

Prenta

Hér erum við líka

Footer stuff g sdgsg d
Agasgasgasdg  Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash