Enski deildabikarinn

Undanúrslitin í enska deildarbikarnum (Carling Cup) fara fram í janúar. Fyrri leikirnir fara fram 10. og 11. janúar en síðari leikirnir tveimur vikum síðar, 24. og 25. janúar. Annars vegar mætast stórliðin Manchester City og Liverpool og hinsvegar B-deildarliðin Crystal Palace og Cardiff City, en Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson leikur með Cardiff. Fyrri leikur Manchester City og Liverpool fer fram á Etihad-leikvangnum í Manchester en síðari leikurinn á Anfield Road í Liverpool. Fyrri leikurinn hjá Crystal Palace og Cardiff fer fram á Selhurst Park í Lundúnum og sá síðari á heimavelli Cardiff í Wales.
Úrslitaleikurinn fer síðan fram á Wembley sunnudaginn 26. febrúar. Allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enska deildarbikarkeppnin
Stofnuð: 1960
Fjöldi þátttökuliða 2011-12: 92
Núverandi bikarmeistarar: Birmingham
Oftast bikarmeistarar: Liverpool (7)
Heimasíða Carling Cup
Carling Cup á Facebook
Um Carling Cup á Wikipedia
Síða Carling Cup hjá BBC
Síða Carling Cup hjá Guardian

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash