Sýnishorn

Sýnishorn af Arrow
8,7/10

Næsti þáttur

Magnaðir spennuþættir sem eru á dagskrá Popptíví alla fimmtudaga.

Um þáttinn

Ungur milljónamæringur, glaumgosinn Oliver Queen, er talinn látinn eftir flugslys. Fimm árum síðar finnst hann á lífi á lítilli eyju í Kyrrahafi. Hann snýr heim sem breyttur maður og er staðráðinn í að bæta fyrir syndir sínar og slæma framkomu áður en hann lenti í slysinu. Hann vill sérstaklega ná sáttum við fyrrum kærustu sína, Laurel Lance. Á sama tíma og Oliver byggir upp samband við sína nánustu á ný skapar hann nýja persónu, sem hann kallar Arrow, sem berst gegn óréttlæti og spillingu. Á daginn er Oliver í hlutverki ríka, sjálfumglaða kvennabósans sem hann var áður en þegar rökkva tekur breytist hann í Arrow og berst við óþokka og illmenni.

Í STUTTU MÁLI
- Aðalsöguhetjan er byggð á teiknimyndahetjunni Green Arrow úr samnefndum vinsælum myndasögubókum.
Drama, spenna
Þáttaröð: 1
Fjöldi þátta: 13
Aðalhlutverk: Stephen Amell, Colin Donnell, Katie Cassidy, David Ramsey, Willa Holland, Jamey Sheridan, Susanna Thompson og Paul Blackthorne
Heimasíða þáttarins hjá The CW
Um þáttinn á Wikipedia
Um þáttinn á IMDB

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash