Matarást með Rikku

Væntanlegt aftur

Nýr íslenskur matreiðsluþáttur ólíkur öllum öðrum sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi.
 

Um þáttinn

Nýr íslenskur matreiðsluþáttur ólíkur öllum öðrum sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi. 

Friðrika Hjördís Geirsdóttir sækir heim þjóðþekkta Íslendinga, sem eiga það sameiginlegt að eiga í misjafnlega löngu en í öllum tilfellum alveg eldheitu ástarsambandi við matargerð. Sannkallaðir sælkerar sem eru þekktir fyrir eitthvað allt annað en líður engu að síður hvergi annars staðar betur en heima í eldhúsinu með sleif í hönd, að undirbúa enn eitt af sínum margrómuðu matarboðum.

Í þáttunum mun Rikka þiggja með þökkum boð um að mæta í eitt slíkt matarboð og ætlar að nota tækifærið á meðan hún fylgist með tilþrifum þessara ástríðukokka í eldhúsinu, til að ræða við þá um þetta mikla ástarsamband, hvenær það hófst, hvernig það kom til og bara hreinlega um allt sem viðkemur mat og matarmenningunni.

 

Næsti þáttur

Gat ekki sótt upplýsingar um hvenær þátturinn er á dagskrá!

Uppskriftir

Jólaréttir Rikku - uppskriftir

Rikka bauð vel völdum og þjóðþekktum gestum til jólahlaðborðs. Sjáið uppskriftirnar hér.
Nánar

Þáttur 10. Logi Geirsson

Hvítlauksmaríneraðar lambalundir og pönnukökur með nutella og jarðarberum. Grilluð hvítlaukspizza
Nánar

Þáttur 9. Marta María Jónasdóttir

Grillað kjúklingasalat. Mexíkóskt salsasalat. Appelsínusalatsósa, myntupestó og myntudrykkur
Nánar

Þáttur 8. Chandrika Gunnarsson

Lax með kóríander og mintu chutney. Mangó og tómatsalat. Krydduð risarækja og kókoshrísgrjón
Nánar

Þáttur 7. Rósa Guðbjartsdóttir

Laxalasagna með tómötum og laxatartar
Nánar

Þáttur 6. Jónsi

Broscht-rauðrófusúpa og síld í pelsi.
Nánar

Þáttur 5. Dagur B Eggertsson

Dassapasta, stökkir kjúklingavængir og fullkominn soðinn fiskur
Nánar

Þáttur 4. Steingrímur Sigurgeirsson

Salat með heitum geitaosti, lambafile með myntupestó og Créme Brûlée.
Nánar

Þáttur 3. Hera Björk

Miss Hera´s Quesedillas og strawberry Herita
Nánar

Þáttur 2. Nanna Rögnvaldardóttir

Marokkóskar kjötbollur með tómatsósu og kúskús. Sítruskryddlegin hörpuskel.
Nánar

Þáttur 1. Jóhannes Haukur

Hægelduð nautasteik og "holl" súkkulaðikaka
Nánar
 
Footer stuff g sdgsg d
Agasgasgasdg  Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash