Um þáttinn

  •  Meðal fimm vinsælustu spennuþátta í Bandaríkjunum
  •  „Spin-off“ hefst í haust í  Bandaríkjunum
  •  Nálgast C.S.I. hratt í vinsældum
  •  Einn fárra þátta sem vaxið hafa jafnt og þétt í vinsældum með hverri þáttaröð
  •  Tvær Emmy-tilnefningar

Spennuþáttaröð sem hægt og örugglega hefur skipað sér í röð þeirra allra vinsælustu í Bandaríkjunum. Í þessari þáttaröð sem kemur frá höfundi Jag, Quantum Leap og Magnum P.I. segir frá sérsveit lögreglumanna sem starfar í Washington og rannsakar glæpi tengda hernum eða hermönnum á einn eða annan hátt.

Í þessari fimmtu og vinsælustu seríu til þessa víkkar verksvið sérsveitarinnar enn og verkefnin verða bæði flóknari og hættulegri. Þess má geta að ákveðið hefur verið að gera sjálfstætt framhald af NCIS – svokallað „spin-off“ – þar sem til sögu kemur önnur NCIS-sérsveit sem starfar í Los Angeles.

 

Spenna 
Fjöldi þátta: 24
Aðalleikarar: 
Um þáttinn á Wikipedia 
Um þáttinn á IMDB

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash