Um þáttinn

Spurningaþáttur á léttum nótum í umsjá Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem markmiðið er ekki að sýna hversu klárir keppendur eru heldur miklu frekar að gleðja áhorfendur heima í stofu með laufléttum og skemmtilegum spurningum um allt milli himins og jarðar.  Í hverjum þætti egnir Logi saman tveimur liðum, skipuð tveimur keppendum hvort, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa getið sér gott orð fyrir að vera allt í senn orðheppnir, fyndnir og fjörugir. Það sem meira er þá verður ætíð teflt saman svörnum erkifjendum, andstæðum fylkingum sem vilja ekki fyrir sitt litla líf lúta í lægra haldi fyrir hvorri annarri – jafnvel þótt um laufléttan spurningaleik sé að ræða. Logi Bergmann er magnaður í hlutverki spyrils og nær ávallt að kalla fram það besta hjá keppendum. Hann er þaulvanur spyrill og hefur stýrt Gettu betur, Meistaranum og Spurningakeppni fjölmiðlanna á Bylgjunni. 
Spurningar, gaman
Þáttaröð: 5
Fjöldi þátta: 10
Þáttastjórnandi: Logi Bergmann Eiðasson
Spurningabomban á Facebook
Brot úr þáttunum á Vísi

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash