Um þáttinn

Entertainment Tonight á 30 ára sögu að baki og hefur gjörbreytt allri umfjöllun fjölmiðla um fína og fræga fólkið. Fylgst er með öllu sem er að gerast í skemmtanabransanum og fluttar fréttir af stjörnunum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist, tísku, verðlaunahátíðum og öðrum stórviðburðum. Í gegnum árin hefur þátturinn öðlast orðspor sem áreiðanlegasti fréttaþátturinn í þessum geira, verið fyrstur með fjölmargar stórfréttir úr heimi stjarnanna og birt einkaviðtöl við heitustu stjörnurnar í Hollywood.

Þættirnir eru sýndir á hverjum degi í Bandaríkjunum en Stöð 2 sýnir sérstaka helgarútgáfu þáttanna þar sem farið er yfir allt það besta og heitasta sem fjallað er um í hverri viku. Aðalstjórnendur þáttarins eru Nancy O'Dell og Mark Steines en Jann Carl og Kevin Frazier standa helgarvaktirnar.

Fréttir, viðtöl, frægt fólk
Þáttaröð: 30
Kynnar: Mark Steines, Nancy O'Dell
Fréttaritarar: Samantha Harris, Chris Jacobs, Christina McLarty, Leonard Maltin, Steven Cojocaru
Heimasíða Entertainment Tonight
Um þáttinn á Wikipedia
Um þáttinn á IMDB

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash