Um þáttinn

Kelsey Grammer (Frasier) sýnir á sér nýja hlið í þessum mögnuðu þáttum sem hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda. Hann leikur Tom Kane, borgarstjóra Chicago sem stýrir borginni eins og herforingi. Hann svífst einskis til að halda völdum og ná árangri. Svo lengi sem hann lætur verkin tala þá eru borgarbúar tilbúnir að horfa framhjá spillingunni, enda er hann sá borgarstjóri sem hefur náð mestum árangri um langt skeið. 
En borgarstjórinn á marga óvini sem eru ávallt tilbúnir að koma höggi á hann. Hann berst einnig í laumi við illvígan og ólæknandi hrörnunarsjúkdóm sem veldur minnisleysi og gæti gert útaf við stjórnmálaferil hans. Hann getur ekki treyst sínum nánustu samstarfsmönnum og jafnvel ekki sjálfum sér.
Eiginkona hans veit ekki af veikindunum og samstarfólk hans er grunlaust. Sú eina sem hann getur leitað til er dóttir hans sem hann útskúfaði úr lífi sínu fyrir mörgum árum þegar hún var í óreglu. 

Í STUTTU MÁLI
- Kelsey Grammer hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir hlutverk sitt í þáttunum
- Boss var tilnefnt til Golden Globe-verðlauna sem besta dramatíska þáttaröðin
- Einn framleiðanda þáttanna og leikstjóri fyrsta þáttarins er Gus Van Sant sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir myndirnar Good Will Hunting og Milk
Drama
Þáttaröð:  2
Fjöldi þátta:  10
Aðalhlutverk: Kelsey Grammer, Connie Nielsen, Martin Donovan, Kathleen Robertson, Hannah Ware og Jeff Hephner
Heimasíða þáttarins hjá Starz
Um þáttinn á Wikipedia
Um þáttinn á IMDB

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash