Virtasti og vinsælasti fréttaskýringaþáttur í heimi þar sem reyndustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar. Þátturinn hefur fengið hæstu einkunn allt frá því þátturinn fór fyrst í loftið árið 1968 og hefur hlotið fjölda verðlauna í gegnum tíðina þar með talið 78 Emmy - verðlaun, fleiri en nokkur önnur sjónvarpsþáttaröð.
Fréttamenn 60 mínútna eru meðal virtustu og þekktustu fréttamanna heims. Lesley Stahl, Bob Simon, Scott Pelley, Morley Safer, Katie Couric, Byron Pitts, Charlie Rose, Anderson Cooper, Mike Wallace og Andy Rooney.
Í STUTTU MÁLI
- Hefur hlotið 78 Emmy - verðlaun, fleiri en nokkur önnur sjónvarpsþáttaröð
- Talinn vera besti fréttaskýringaþáttur í heimi