Um þáttinn

Jón Ársæll Þórðarson kann listina að nálgast viðmælanda sinn og það hefur hann gert í heilum tólf þáttaröðum af Sjálfstæðu fólki. Á þessum tólf árum hefur þátturinn verið tilnefndur átta sinnum til Eddu-verðlaunanna.

Í haust hefur þrettánda þáttaröðin göngu sína á Stöð 2, og Jón Ársæll heldur áfram að taka hús á áhugaverðum Íslendingum sem hafa sögur að segja. Einn vinsælasti og langlífasti sjónvarpsþáttur Stöðvar 2 frá upphafi.

Viðtalsþáttur þar sem Jón Ársæll Þórðarson tekur hús á áhugaverðu fólki og kynnist því eins og honum einum er lagið. Hann er snillingur í að fá viðmælendur sína til að opna sig og hleypa áhorfendanum inn í líf sitt. Jón Ársæll kafar undir yfirborðið og útkoman er einlægt og skemmtilegt viðtal. Viðmælendurnir eru á öllum aldri, bæði þekktir og óþekktir einstaklingar, en allir eiga eitt sameiginlegt; viðkomandi hafa skemmtilega og grípandi sögu að segja.

Jón Ársæll er ekki einn í mannlífsrannsóknum sínum því þættirnir eru unnir í náinni samvinnu við Steingrím Þórðarson. Jón Ársæll stendur fyrir framan myndavélina og togar fróðleiksmolana upp úr viðælændunum en Steingrímur stendur fyrir aftan myndavélina og sinnir úrvinnslu efnis. Þetta tveggja manna teymi sýnir að það er ekki alltaf umfangið, sem skapar besta sjónvarpsefnið, heldur það sem inní pakkanum er og hvernig það er meðhöndlað.

Sjálfstætt fólk var valinn sjónvarpsþáttur ársins fjögur ár í röð og er mest verðlaunaði sjónvarpsþáttur í sögu Edduverðlaunanna.
Viðtalsþáttur, mannlíf
Þáttaröð: 13
Fjöldi þátta: 12
Þáttastjórnandi: Jón Ársæll
Framleiðandi: Stöð 2

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash