Um þáttinn

Burn Notice er spennuþáttur af bestu gerð með skemmtilegum persónum og góðum húmor. Njósnarinn Michael Westen var settur á "brunalistann" en það er listi yfir njósnara sem eru komnir út í kuldann og njóta ekki lengur verndar yfirvalda. Þegar njósnari er "brenndur" eru öll tengsl hans við stofnunina sem hann vinnur fyrir rofin og öll ummerki um hann eru afmáð. Michael hefur lagt allt í sölurnar til að komast að því hverjir "brenndu" hann og af hverju auk þess sem hann hefur starfað sem einkaspæjari og barist við harðsvíraða glæpamenn.

BARDAGAKAPPI Í AÐALHLUTVERKI
Það er Jeffrey Donovan sem leikur aðalhlutverkið í þáttunum en hann hefur m.a. leikið í kvikmyndunum Hitch, Believe in Me, Changeling og Come Early Morning. Hann lék Robert F. Kennedy í myndinni J. Edgar sem Clint Eastwood leikstýrði árið 2011. Donovan er mikið hörkutól og hefur stundað austurlenskar bardagalistir í meira en 20 ár. Þegar keppti í karate í mörg ár og náði svarta beltinu í íþróttinni og á undanförnum árum hefur hann einnig stundað aikido og brasilískt jiu-jitsu.

Spenna, drama, gaman
Þáttaröð: 6
Fjöldi þátta: 18
Aðalhlutverk: Jeffrey Donovan, Gabrielle Anwar, Bruce Campbell, Sharon Gless, Coby Bell
Síða þáttarins hjá USA Network
Um þáttinn á Wikipedia
Um þáttinn á IMDB

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash