Um þáttinn

Game of Thrones er stórbrotin saga um svik og undirferli, drengskap og heiður, valdabaráttu og sæta sigra. Sagan er byggð á metsölubókum eftir George R.R. Martin og sögusviðið er ævintýraheimur sem kallast Sjö konungsríki Westeros þar sem sumrin geta varað í áratugi og veturnir alla ævi. Game of Thrones segir frá blóðugri valdabaráttu konungsfjölskyldnanna sjö sem búa í Westeros en allar vilja þær ná yfirráðum yfir hinu eina sanna konungssæti, The Iron Throne. Svik, losti, forvitni og yfirnáttúruleg öfl hrista í undirstöðum Westeros og mun valdabaráttan og græðgin hafa ófyrirsjáanlegar og alvarlegar afleiðingar.

HEFUR HLOTIÐ FRÁBÆRA DÓMA
„Jafnvel betri en Lord of the Rings!“ - The Los Angeles Times
„Einstök sjónvarpsþáttaröð – fullt hús stiga.“ - Boston Globe
„Game of Thrones er með , einstakan söguþráð, sterkt handrit, frábæran leik og magnaðar tæknibrellur.“  - The Hollywood Reporter
Drama, spenna, ævintýri
Þáttaröð: 4
Fjöldi þátta: 10
Aðalhlutverk: Peter Dinklage, Lena Headey, Michelle Fairley, Emilia Clarke, Nikolaj Coster-Waldau, Aidan Gillen, Kit Harington, Richard Madden, Sophie Turner, Maisie Williams, Isaac Hempstead Wright, Jack Gleeson, Charles Dance, Alfie Allen, Jerome Flynn, Rory McCann, Conleth Hill, Iain Glenn,
Síða þáttarins hjá HBO
Um þáttinn á Wikipedia
Um þáttinn á IMDB

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash