Um þáttinn

Kalli Berndsen gefur áhorfendum og þátttakendum einstök tískuráð og áhugaverðar hugmyndir í fatavali, hári og förðun. Ef þú vilt kalla fram eigin glæsileika, finna þína innri fegurð og sjá þig í nýju ljósi þá ertu sannarlega á réttum stað. Þættirnir eru unnir eftir hugmyndafræði Kalla um að hægt sé að skipta vaxtarlagi kvenna í fjórar gerðir, svokölluð VAXI-aðferð. Hann ráðleggur konum og körlum á mismunandi aldri og með mismunandi vaxtalag um hvernig best sé að klæða sig til að ná fram því besta sem líkaminn hefur uppá að bjóða.

VANN MEÐ FRÆGA FÓLKINU
Karl Berndsen er hárgreiðslu- og förðunarmeistari í fremstu röð. Hann vann um árabil erlendis með mörgum af þekktustu ljósmyndurum heims og frægum fyrirsætum, tónlistarmönnum og leikurum. Meðal þeirra sem hann hefur unnið með eru Yoko Ono, Elle MacPherson, Rupert Everett, Jerry Hall, Björk og Sugababes. Hann hefur einnig unnið við tískuþætti fyrir þekkt tímarit, svo sem US Vogue, L’Uomo Vogue, Dazed and Confused, Vanity Fair, GQ, Arena, Hello og OK.
Raunveruleikaþáttur, hár, tíska
Þáttaröð: 2
Fjöldi þátta: 8
Þáttastjórnandi: Karl Berndsen
Framleiðendur: Saga Film
Heimasíða Kalla
Heimasíða Beauty Bar
Kalli Berndsen á Facebook

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash