Um þáttinn

Raising Hope er bráðskemmtileg gamanþáttaröð frá Emmy-verðlaunahafanum Greg Garcia (My Name is Earl). Jimmy Chance er 23 ára og býr hjá foreldrum sínum. Hann veður ekki í vitinu og veit ekkert hvað hann vill gera með líf sitt. Það breytist skyndilega þegar ungabarn er skilið eftir á tröppunum hjá honum. Móðirin var raðmorðingi sem hefur verið dæmd til dauða. Núna er Jimmy ákveðinn í að verða besti pabbi í heimi.
Foreldrar Jimmys, þau Virginia og Burt, voru bara 15 ára þegar þau eignuðust hann og þau hafa engan áhuga á að fá ungabarn inn á heimilið. Þau gerðu fullt af mistökum þegar þau voru að ala Jimmy upp og nú fá þau tækifæri til að bæta fyrir mistökin.

Í STUTTU MÁLI
- Gamanþáttaröð frá framleiðanda My Name is Earl
- Raising Hope hafa fengið mikið lof gagnrýnenda í Bandaríkjunum
Gaman
Þáttaröð: 1
Fjöldi þátta: 22
Aðalhlutverk: Lucas Neff, Martha Plimpton, Garret Dillahunt, Shannon Marie Woodward, Gregg Binkley og Cloris Leachman.
Síða þáttarins hjá FOX
Um þáttinn á Wikipedia
Um þáttinn á IMDB

Um þáttinn á TV.com

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash