Um þáttinn

Fjórða þáttaröðin um rannsóknarlögreglukonuna Jane Rizzoli og lækninnn Mauru Isles sem eru afar ólíkar en góðar vinkonur sem leysa glæpi Boston-mafíunnar saman.  Þær ólust upp við mjög ólíkar aðstæður sem hefur áhrif á störf þeirra og lífsviðhorf.  Jane er eini kvenleynilögreglumaðurinn í morðdeild Boston og er hörð í horn að taka og mikill töffari.  Mauru líður hins vegar betur meðal þeirra látnu en lifandi og er með mikið jafnaðargeð. Þættirnir eru æsispennandi þar sem fylgst er með vinkonunum leysa flóknar og hættulegar morðgátur í hverfum Boston.
Gagnrýnendur hafa lofað þáttinn og áhorfendur í Bandaríkjunum tekið honum svo vel að áhorfstölur hafa sjaldan verið jafn háar á nýja þáttaröð þar í landi.

Þættirnir eru byggðir á metsölubókum rithöfundarins Tess Gerritsen.

Drama, spenna
Þáttaröð:  4
Fjöldi þátta:  15
Aðalhlutverk: Angie Harmon, Sasha Alexander, Jordan Bridges, Lee  Thompson Young, Bruce McGill og Lorraine Bracco.
Um þáttinn á IMDB

Hér erum við líka

Þú þarft að hafa Flash uppsett til að geta horft á sýnishorn og myndbönd.

Sækja Flash