Panta Stöð 2 Maraþon 7 daga áskrift

Hví ekki að taka sófann og gommugláp? Stærsta efnisveita landsins með íslenskt efni, ásamt þúsundir klukkustunda af kvikmyndum og sjónvarpsþattum fyrir alla fjölskylduna.

Til þess að virkja áskrift samdægurs þarf að panta fyrir klukkan 16:00.

Öryggistala: 72594
Verð: 990 kr.

Nýtt á Stöð 2 Maraþon

Sex and the City

Áhrifamesti vinkonuhópur allra tíma er kominn á Stöð 2 Maraþon. Nú getur þú horft á allar þáttaraðirnar af Sex and the City og fylgst með stórkostlegum áskorunum þessara sterku, sjálfstæðu og einstöku kvenna frá upphafi í þessum tímamóta þáttaröðum.

Steinda Con

Sprenghlægileg þáttaröð þar sem við fylgjumst með Steinda og skemmtilegum ferðafélögum hans heimsækja margar af skrítnustu, skemmtilegustu og furðulegustu hátíðum sem haldnar eru víðsvegar um heiminn.

Sjá Sýnishorn

Trans börn

Ný heimildaþáttaröð í umsjón Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur þar sem fjórum íslenskum fjölskyldum er fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar eiga þær það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem var úthlutað röngu kyni við fæðingu.

A Star Is Born

Tónlistarmaðurinn Jackson Maine má muna sinn fífil fegurri og þótt hann njóti enn hylli gamalla aðdáenda er ferill hans á fallanda fæti, ekki síst vegna óhóflegrar drykkju. Þegar hann hittir hina efnilegu leik- og söngkonu Ally má segja að hann fái nýtt markmið í lífinu: Að aðstoða Ally við að ná frægð og frama.

Sjá Sýnishorn

His Dark Materials

Mögnuð þáttaröð sem beðið hefur verið eftir. BBC og HBO leiða saman hesta sína og glæða margrómaðan ævintýrasagnbálk lífi í þessari einstöku þáttaröð.

Sjá Sýnishorn

Watchmen

Magnþrungnir spennuþættir úr smiðju HBO sem byggðir eru á samnefndri myndasögubók. Sögusvið þáttanna er hliðstæður veruleiki þar sem grímuklæddar ofurhetjur hafa verið gerðar útlægar.

Sjá Sýnishorn

Leitin að upprunanum

Þriðja þáttaröð af þessum geysivinsælu þáttum. Enn aðstoðar sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir viðmælendur sína við að leita uppruna síns víða um heim.

Sjá Sýnishorn

Gulli byggir

Fjórða þáttaröðin með Gulla Helga og nú fylgjumst við með endurbótum á gömlu húsi á Bræðraborgarstíg. Fylgjumst með uppgerð á húsi í Árbænum þar sem ýmislegt leynist undir húsinu og allt lagt í sölurnar við að komast inn fyrir jól. Í Stóragerði var heil hæð tekin í gegn og bókstaflega snúið við og í miðbænum var hús frá 1881 gert upp. Að lokum fylgjumst við með leikarahjónunum Nínu Dögg og Gísla Erni taka húsið sitt á Seltjarnarnesi í gegn.

Sjá Sýnishorn

Horfðu hvar og hvenær sem er

Áskrifendur að Stöð 2 Maraþon geta nálgast allt sjónvarpsefni viðkomandi áskriftarveita í Stöð 2 appinu og í Vefsjónvarpi Stöðvar 2.

Sækja iOS útgáfuSækja Android útgáfu