Panta Stöð 2 Maraþon

Stöð 2 Maraþon er stærsta efnisveita landsins með íslenskt sjónvarpsefni og þú horfir hvar og hvenær sem þú vilt. Þúsundir klukkustunda af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum fyrir alla fjölskylduna og hágæða breska drama- og spennuþætti úr smiðju HBO, BBC og ITV (Cirkus). Nýtt efni bætist við vikulega.

Öryggistala: 25913
Verð: 3,990 kr. á mánuði
Ef notast er við myndlykil bætist 590 kr./mán. dreifigjald við verð sjónvarpsþjónustu.
Áskriftarveitan Hopster er aðeins aðgengileg með sjónvarpsbúnaði frá Vodafone.

Nýtt í Stöð 2 Maraþon

Watchmen

Magnþrungnir spennuþættir úr smiðju HBO sem byggðir eru á samnefndri myndasögubók. Sögusvið þáttanna er hliðstæður veruleiki þar sem grímuklæddar ofurhetjur hafa verið gerðar útlægar.

Sjá Sýnishorn

Ísskápastríð

Fjórða þáttaröðin af Ísskápastríði. Í þáttunum fá Eva Laufey og Gummi Ben til sín þjóðþekkta einstaklinga sem keppa í matargerð. Um er að ræða létta og skemmtilega þætti, sem snúast ekki bara um eldamennsku heldur einnig skemmtilegar umræður, grín og glens.

Sjá Sýnishorn

Gulli byggir

Fjórða þáttaröðin með Gulla Helga og nú fylgjumst við með endurbótum á gömlu húsi á Bræðraborgarstíg. Fylgjumst með uppgerð á húsi í Árbænum þar sem ýmislegt leynist undir húsinu og allt lagt í sölurnar við að komast inn fyrir jól. Í Stóragerði var heil hæð tekin í gegn og bókstaflega snúið við og í miðbænum var hús frá 1881 gert upp. Að lokum fylgjumst við með leikarahjónunum Nínu Dögg og Gísla Erni taka húsið sitt á Seltjarnarnesi í gegn.

Sjá Sýnishorn

Leitin að upprunanum

Þriðja þáttaröð af þessum geysivinsælu þáttum. Enn aðstoðar sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir viðmælendur sína við að leita uppruna síns víða um heim.

Sjá Sýnishorn

Alfreð Gíslason

Sigursælasti handboltaþjálfari Íslandssögunnar, Alfreð Gíslason, fer yfir glæstan feril sinn í heimildarmynd Stöðvar 2 Sports í umsjón Henry Birgis

Um land allt

Kristján Már Unnarsson snýr aftur með þessa frábæru þætti þar sem hann heimsækir samfélög vítt og breitt um landið, heilsar upp á fólk í leik og starfi og heyrir þau sjónarmið sem helst brenna á fólki í ólíkum byggðum.

Föstudagskvöld með Gumma Ben

Gummi Ben stjórnar nýjum léttum og skemmtilegum spjallþætti á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur í beinni útsendingu. Hann fær til sín skemmtilega viðmælendur auk þess sem boðið verður upp á tónlistaratriði og ýmsar óvæntar uppákomur.

Sjá Sýnishorn

Horfðu hvar og hvenær sem er

Áskrifendur að Stöð 2 Maraþon geta nálgast allt sjónvarpsefni viðkomandi áskriftarveita í Stöð 2 appinu og í Vefsjónvarpi Stöðvar 2.

Sækja iOS útgáfuSækja Android útgáfu