Panta Stöð 2 Maraþon

Í áskriftarveitunni Stöð 2 Maraþon finnur þú mesta úrval íslensks efnis og þú horfir hvar og hvenær sem þú vilt. Þúsundir klukkustunda af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum fyrir alla fjölskylduna, hágæða breska drama- og spennuþætti úr smiðju ITV, HBO og Stöð 2 appið fylgir með. Nýtt efni bætist við vikulega.

Öryggistala: 70452
Verð: 2,990 kr. á mánuði
Ef notast er við myndlykil bætist 590 kr./mán. dreifigjald við verð sjónvarpsþjónustu.
Áskriftarveitan Hopster er aðeins aðgengileg með sjónvarpsbúnaði frá Vodafone.

Nýtt í Stöð 2 Maraþon

Patrick Melrose

Í heljargreipum heróínfíknar flýgur hinn 23 ára Patrick Melrose til New York til að sækja ösku föður síns eftir að hafa sannfært besta vin sinn og fíkil, Johnny, og tvær hjákonur sínar að hann ætli í afeitrun í stórborginni.

Instant Family

Þegar barnlausu hjónin Pete og Ellie sjá auglýsingu frá ættleiðingastofnun ákveða þau að skoða þann möguleika að ættleiða barn í stað þess að eignast eitt sjálf. Sú ákvörðun á eftir að vinda upp á sig þegar skoðunarferðin leiðir til þess að þau verða foreldrar þriggja systkina sem eiga erfiða reynslu að baki. Nú þurfa þau að standa sig í foreldrahlutverkinu!

Flóridafanginn

Íslenskir heimildarþættir um Magna Böðvar Þorvaldsson eða Johnny Johnson eins og hann er þekktur ytra. Málið hófst í Jacksonville árið 2012 þegar Sherry Lee Prather hvarf sporlaust en lík hennar fannst síðar í skógi fyrir utan bæinn. Magni Böðvar, eða Johnny, var handtekinn fyrir morðið í nóvember 2016 og játaði að lokum glæpinn. Hann situr nú af sér 20 ára dóm.

Madsgascar

Í dýragarðinum í New York eru ljón, zebrahestur, gíraffi og flóðhestur aðal stjörnur garðsins. En þegar eitt dýranna týnist úr búri sínu, þá brjótast hin þrjú út til að leita að því, sem leiðir til þess að þau enda öll saman í skipi á leið til Afríku. Þegar skipinu er rænt á leiðinni, þá þurfa dýrin, sem öll hafa alist upp í dýragarði, að læra hvernig það er að lifa úti í náttúrunni.