Panta Stöð 2 Maraþon

Stöð 2 Maraþon er stærsta efnisveita landsins með íslenskt sjónvarpsefni og þú horfir hvar og hvenær sem þú vilt. Þúsundir klukkustunda af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum fyrir alla fjölskylduna og hágæða breska drama- og spennuþætti úr smiðju HBO, BBC og ITV (Cirkus). Nýtt efni bætist við vikulega.

Öryggistala: 25649
Verð: 3,990 kr. á mánuði
Ef notast er við myndlykil frá Símanum bætist 990 kr./mán. dreifigjald við verð sjónvarpsþjónustu.
Áskriftarveitan Hopster er aðeins aðgengileg með sjónvarpsbúnaði frá Vodafone.

Nýtt í Stöð 2 Maraþon

A Star Is Born

Tónlistarmaðurinn Jackson Maine má muna sinn fífil fegurri og þótt hann njóti enn hylli gamalla aðdáenda er ferill hans á fallanda fæti, ekki síst vegna óhóflegrar drykkju. Þegar hann hittir hina efnilegu leik- og söngkonu Ally má segja að hann fái nýtt markmið í lífinu: Að aðstoða Ally við að ná frægð og frama.

Sjá Sýnishorn

His Dark Materials

Mögnuð þáttaröð sem beðið hefur verið eftir. BBC og HBO leiða saman hesta sína og glæða margrómaðan ævintýrasagnbálk lífi í þessari einstöku þáttaröð.

Sjá Sýnishorn

Picnic at Hanging Rock

On Valentines Day, 1900, the Appleyard girls and governesses go on a picnic, to Hanging Rock. And there, in the strange brooding landscape, something unthinkable happens.

Sjá Sýnishorn

Watchmen

Magnþrungnir spennuþættir úr smiðju HBO sem byggðir eru á samnefndri myndasögubók. Sögusvið þáttanna er hliðstæður veruleiki þar sem grímuklæddar ofurhetjur hafa verið gerðar útlægar.

Sjá Sýnishorn

Euphoria

Hópur unglinga sem eru saman í skóla kynnast ást og vináttu í heimi sem stýrist af samfélagsmiðlum, kynlífi og fíkniefnum.

Sjá Sýnishorn

Leitin að upprunanum

Þriðja þáttaröð af þessum geysivinsælu þáttum. Enn aðstoðar sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir viðmælendur sína við að leita uppruna síns víða um heim.

Sjá Sýnishorn

Ísskápastríð

Fjórða þáttaröðin af Ísskápastríði. Í þáttunum fá Eva Laufey og Gummi Ben til sín þjóðþekkta einstaklinga sem keppa í matargerð. Um er að ræða létta og skemmtilega þætti, sem snúast ekki bara um eldamennsku heldur einnig skemmtilegar umræður, grín og glens.

Sjá Sýnishorn

Gulli byggir

Fjórða þáttaröðin með Gulla Helga og nú fylgjumst við með endurbótum á gömlu húsi á Bræðraborgarstíg. Fylgjumst með uppgerð á húsi í Árbænum þar sem ýmislegt leynist undir húsinu og allt lagt í sölurnar við að komast inn fyrir jól. Í Stóragerði var heil hæð tekin í gegn og bókstaflega snúið við og í miðbænum var hús frá 1881 gert upp. Að lokum fylgjumst við með leikarahjónunum Nínu Dögg og Gísla Erni taka húsið sitt á Seltjarnarnesi í gegn.

Sjá Sýnishorn

Horfðu hvar og hvenær sem er

Áskrifendur að Stöð 2 Maraþon geta nálgast allt sjónvarpsefni viðkomandi áskriftarveita í Stöð 2 appinu og í Vefsjónvarpi Stöðvar 2.

Sækja iOS útgáfuSækja Android útgáfu