Panta Stöð 2

Stöð 2 sendir út fjölbreytt afþreyingarefni allan sólarhringinn og leggur áherslu á að vera í fararbroddi þegar kemur að leiknu innlendu efni. Með áskrift að Stöð 2 fylgir Tímavélin og Frelsi þannig að þú horfir einfaldlega þegar þér hentar. Stöð 2 er nú á frábærum kjörum!

Listi yfir stöðvar
Stöð 2 logo
Frelsi logo
Öryggistala: 60172
Verð: 6,990 kr. á mánuði
Ef notast er við myndlykil bætist 590 kr./mán. dreifigjald við verð sjónvarpsþjónustu.
Áskriftarveitan Hopster er aðeins aðgengileg með sjónvarpsbúnaði frá Vodafone.

Vinsælt á Stöð 2

Modern Family

Ómissandi lokaþáttaröð á þriðjudögum

Frábær gamanþáttur um líf þriggja nútímafjölskyldna. Leiðir þessara fjölskyldna liggja saman og í hverjum þætti lenda þær í hreint drepfyndnum aðstæðum sem samt eru svo skelfilega nálægt því sem við sjálf þekkjum alltof vel.

Sjá Sýnishorn

Ísskápastríð

Alla miðvikudaga á Stöð 2

Fjórða þáttaröðin af Ísskápastríði en í þáttunum fá Eva Laufey og Gummi Ben til sín þjóðþekkta einstaklinga sem keppa í matargerð.

Sjá Sýnishorn

Watchmen

Hefst í sýningu: 21. október 2019

Magnþrungnir spennuþættir úr smiðju HBO sem byggðir eru á samnefndri myndasögubók. Sögusvið þáttanna er hliðstæður veruleiki þar sem grímuklæddar ofurhetjur hafa verið gerðar útlægar.

Sjá Sýnishorn

Gulli byggir

Alla mánudaga á Stöð 2

Fjórða þáttaröðin með Gulla Helga þar hann aðstoðar fólk við hin ýmsu verkefni þegar kemur að endurbótum á húsnæði. Á dagskrá alla mánudaga

Sjá Sýnishorn

Góðir landsmenn

Alla fimmtudaga á Stöð 2

Ný og stórskemmtileg þáttaröð með Steinda Jr. sem vendir kvæði sínu í kross og ákveður að gera heimildarþætti um venjulega Íslendinga.

Sjá Sýnishorn

Föstudagskvöld með Gumma Ben

Alla föstudaga á Stöð 2

Gummi Ben stjórnar nýjum léttum og skemmtilegum spjallþætti á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur í beinni útsendingu. Hann fær til sín skemmtilega viðmælendur auk þess sem boðið verður upp á tónlistaratriði og ýmsar óvæntar uppákomur.

Sjá Sýnishorn

Grey's Anatomy

Alla miðvikudaga á Stöð 2

Sextánda þáttaröð þessa vinsæla dramaþáttar um lífið á Grey Sloan Memorial spítalanum í Seattle-borg þar sem skurðlækninn Meredith Grey og samstarfsfélagar hennar þurfa daglega að taka ákvarðanir upp á líf og dauða.

Sjá Sýnishorn

Um land allt

Hefst í sýningu: 21. október 2019

Kristján Már Unnarsson snýr aftur með þessa frábæru þætti þar sem hann heimsækir samfélög vítt og breitt um landið, heilsar upp á fólk í leik og starfi og heyrir þau sjónarmið sem helst brenna á fólki í ólíkum byggðum.

Íslensk dagskrá á Stöð 2

Stórkostleg innlend dagskrá framundan á Stöð 2 í haust.