Stöð 2+
Blindur bakstur
Stórskemmtilegir nýir þættir þar sem Eva Laufey fær til sín góða gesti sem ætla að keppa í kökubakstri. Eva er með ákveðna uppskrift sem keppendur þurfa að fylgja frá upphafi til enda í blindni.
Eldhús keppendanna eru stúkuð af og sjá þeir ekkert nema sína vinnustöð. Með aðeins hráefnin fyrir framan sig og rödd Evu þurfa þeir að fylgja henni í einu og öllu á meðan hún bakar í sínu horni, þá reynir á að þekkja hráefnin og nýta tímann sem best. Sigurvegarinn er sá sem á afraksturinn sem er hvað líkastur því sem Eva Laufey lagði upp með.
Fyrsta serían af Blindum bakstri er aðgengileg á Stöð 2+.
Blindur bakstur á Stöð 2+
Þú finnur fyrstu seríu af Blindum bakstri á Stöð 2+ ásamt miklum fjölda af hágæða efni fyrir alla fjölskylduna. Þar er að finna yfir 900 kvikmyndir og hátt í 500 þáttaraðir ásamt 600 klukkustundum af talsettu barnaefni.




Stöð 2+
Kynntu þér málið
Úrval og efnisframboð á Stöð 2+ hefur aldrei verið meira auk þess sem margar af vinsælustu íslensku þáttaröðunum eru hjá okkur.
Sjá nánar