Tilnefningar

Eddan 2022

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2022 voru tilkynntar þann 28. apríl sl. Verk á vegum Stöðvar 2 eru með alls sautján tilnefningar. Hægt er að sjá allar Eddutilnefningar okkar og margt fleira á Stöð 2+. Edduverðlaunin verða veitt 18. september.

Kaupa
Stöð 2+
3.990 kr. á mánuði

Leitin að upprunanum

Frétta- og viðtalsþáttur ársins

Sigrún Ósk heimsækir nokkra af þeim viðmælendum sem leyfðu þjóðinni að fylgjast með leit sinni að upprunanum og ræðir við þau um upplifun þeirra. Hvað hefur drifið á daga þeirra frá því þau fundu blóðskylda ættingja sína? Sigrún Ósk færir okkur líka sögur fólks sem tóku þá ákvörðun að hefja sjálf upprunaleit eftir að hafa fylgst með þáttunum. Magnaðar sögur sem láta engan ósnortinn.

Martröðin á barnaheimilinu Hjalteyri

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins

Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað.

Kompás

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins

Fréttaskýringaþáttur þar sem kafað er dýpra í málefni líðandi stundar. Umsjónarmenn eru Sunna Valgerðardóttir, Erla Björg Gunnarsdóttir, Kolbeinn Tumi Daðason, Adelina Antal og Arnar Halldórsson

Ofsóknir

Frétta- og viðtalsþáttur ársins

Dæmi eru um að íslenskar konur hafi mátt sæta ofsóknum svo árum skiptir. Úrræðaleysi einkennir aðstöðu kvennanna sem eru á valdi eltihrella óafvitandi hvað næsti dagur muni bera í skauti sér. Ofsóknir eru sláandi þættir í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur þar sem rætt er við konurnar og sérfræðinga sem reyna að greina hegðun þeirra sem hrella.

Stóra sviðið

Skemmtiþáttur ársins

Steinunn Ólína leggur fyndnar og fjölbreyttar áskoranir fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr. sem keppa sín á milli með aðstoð þjóðþekktra einstaklinga.

Blindur bakstur

Skemmtiþáttur ársins

Líflegur skemmtiþáttur þar sem Eva Laufey fær með sér góða gesti til að keppa í kökubakstri.

Sjá nánar

Gulli byggir

Mannlífsþáttur ársins

Uppbyggilegir þættir í umsjón Gulla Helga sem leiðbeinir fólki og fylgir eftir við hinar ýmsu heimilisframkvæmdir. Ekkert verkefni er of stórt og hér eru litið til lausna á frumlegan og skapandi hátt. Verkefnin eru af ýmsum toga og allt eru þetta krefjandi áskoranir

Sjá nánar

Allskonar kynlíf

Mannlífsþáttur ársins

Allskonar kynlíf eru fræðslu- og skemmtiþættir með Siggu Dögg kynfræðingi og Ahd Tamimi sérlegum aðstoðarmanni hennar. Saman rýna þau í hin ýmsu málefni tengd kynlífi, fara á stúfana, ræða við breiðan hópa sérfræðinga og fá safaríkar sögur frá þekktum einstaklingum um allskonar kynlíf.

Tónlistarmennirnir okkar

Menningarþáttur ársins

Tónlistarmennirnir okkar er heimildar- og viðtalsþáttaröð þar sem sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hittir nokkra af ástsælustu tónlistarmönnum landsins og fylgir þeim eftir í leik og starfi og fer yfir feril þeirra. Viðmælendur hans eru þau Bubbi Morthens, Ragga Gísla, Helgi Björns, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Erpur.

Framkoma

Menningarþáttur ársins

Þriðja þáttaröð þessa stórgóðu þátta þar sem við fylgjumst með Fannari Sveinssyni hoppa inn í vinnudag þekktra einstaklinga sem starfa við að koma fram. Fjöldi Íslendinga starfar við að koma fram á sviði.

Leynilögga

7 tilnefningar

Leynilögga er framleidd í samstarfi við Stöð 2 en kvikmyndin fékk alls 7 tilnefningar, þ.ám. kvikmynd ársins, leikstjóri ársins og handrit ársins.

EM í dag

Íþróttaefni ársins

Gummi Ben og Helena Ólafs fylgstu með Evrópumótinu í knattspyrnu 2021 alla leikdaga á Stöð 2 Sport

Víkingar - Fullkominn endir

Íþróttaefni ársins

Þáttaröð í fjórum hlutum þar sem við fáum innsýn í síðustu mánuðina hjá þeim Kára Árna og Sölva Geir á knattspyrnuferli þeirra ásamt því að fylgja þeim eftir á ótrúlegum lokasprett Víkinga sumarið 2021

Sjá nánar

Vegferð

3 tilnefningar

Leiknir grín- og dramaþættir um sögu tveggja vina sem fara í ferðalag til þess að styrkja vináttubönd sín.Vegferð fékk tilnefningar til Eddunnar í flokknum leikið sjónvarpsefni ársins og Ólafur Darri og Víkingur Kristjáns eru tilnefndir sem leikarar ársins í aðalhlutverki

Pepsi Max deildin

Íþróttaefni ársins

Pepsi Max deild karla og kvenna á Stöð 2 Sport

Horfðu hvar og

Hvenær sem er

Með áskrift að Stöð 2+ getur þú strax byrjað að horfa í myndlykli, vefsjónvarpi Stöðvar 2 og í Stöð 2 appinu í snjalltækjum.

Appið er aðgengilegt í Apple TV, Fire TV og Android TV. Allir á heimilinu geta horft á mismunandi efni, í mismunandi tækjum, allt í spilun á sama tíma, á sama þráðlausa netinu.

Eddan á Stöð 2+

Þú finnur alla tilnefningar Stöðvar 2 til Eddunnar inn á Stöð 2+. Á Stöð 2+ er að finna fjöldann allan af íslenskum og erlendum þáttaröðum, vönduðu talsettu barnaefni og úrval kvikmynda.

Kaupa
Verð aðeins
3.990 kr. á mánuði
Kaupa
Verð aðeins
3.990 kr. á mánuði