Eurogarðurinn

Ný íslensk gamanþáttaröð, sunnudaga á Stöð 2.

Kaupa áskrift

Ný íslensk gamanþáttaröð sem gerist í Húsdýragarðinum og fjallar um eftirmála þess að drykkfelldur, miðaldra braskari með vafasaman viðskiptaferil sem kaupir Húsdýragarðinn.

Hann hefur stórkostlegar hugmyndir um framtíð garðsins sem hann kallar Eurogarðinn. Hann sér fyrir sér að garðurinn ná upp í sömu stærðargráðu og Disney-World. Lykilatriði í framkvæmd hans á stórfenglegum hugmyndum sínum er að virkja starfsfólk garðsins með sér. Það á því miður ekki auðvelt með að sætta sig við nýjan eiganda og þær hugmyndir sem hann hefur um framtíð Húsdýragarðsins. Starfsfólkið er mislitur hópur fólks með ólíkar væntingar um lífið og framtíðina og því ekki ólíklegt að það verði hindrun í vegi hans.

Eurogarðurinn hefst 27. september á Stöð 2. Öll þáttaröðin verður svo fáanleg í heild sinni á Stöð 2 Maraþon 16. nóvember 2020.

Með helstu hlutverk fara Jón Gnarr, Anna Svava Knútsdóttir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr. og Dóri DNA.

Arnór Pálmi Arnarson leikstýrir.