Spurt og svarað

Stöð 2 appið

Sjónvarp

 • Ég er með myndlykil frá Símanum, get ég keypt áskrift?

  Já, þú getur keypt allar þær sjónvarpsáskriftir sem Stöð 2 býður upp á með einni undantekningu en það er áskriftarveitan Hopster. Annars er stöðvaframboð og efnisframboð það sama óháð því hvar þú ert með fjarskiptaþjónustu. Viðskiptavinir með Hopster geta hins vegar nálgast það efni sem er að finna í Hopster í Stöð 2 appinu og/eða Hopster appinu óháð því hvar þeir eru með fjarskiptaþjónustu.
 • Ég er ekki með Vodafone Sjónvarp, hvað geri ég?

  Hægt er að nálgast upplýsingar um þá myndlykla sem eru í boði með því að smella hér.Þú getur komið til okkar í næstu Vodafone verslun og fengið myndlykil hjá okkur sem veitir þér aðgang að Vodafone Sjónvarpi.
 • Virkar áskriftin mín líka í Stöð 2 appinu?

  Já. Með öllum sjónvarpspökkum fylgir Stöð 2 appið á 0 kr. Þú getur notað áskriftina þína í appinu og horft á sjónvarpið hvar sem er, hvenær sem er.
 • Í hverju felst skuldbindingin?

  Það er almennt enginn binditími á áskriftum Stöð 2. Undanþegnar frá þessu eru áskriftir sem keyptar eru á tilboði gegn bindingu.
  Það er mánaðar uppsagnarfrestur á sjónvarpsáskriftum og tekur uppsögnin gildi þar næstu mánaðarmót eftir að áskrift er sagt upp.
 • Hver innheimtir leigu á myndlykli?

  Ef þú ert nú þegar með myndlykil breytist innheimtan ekki neitt. Fáir þú nýjan myndlykil, þá muntu fá reikning frá Sýn hf. en það er heiti á sameinuðu félagi Vodafone og sameinaðrar fjölmiðlastarfsemi sem innifelur meðal annars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og Xið 977.
 • Get ég flutt áskriftina mína yfir á annan myndlykil?

  Hægt er að flytja áskrift yfir á annan myndlykil með auðveldum hætti á Mínum síðum Stöð 2.
  1. Smellið á Sjónvarpskubb með þeirri áskrift sem á að flytja.
  2. Smellið á Flytja áskrift hnapp, ofarlega hægra megin.
  3. Í boxi merktu númer 1 er samningsnúmerið þitt. Sá samningur sem þú ert að fara að flytja.
  4. Í skrefi 2 getur þú valið af lista yfir þekkta viðtakendur sem þú hefur áður skráð og flutt áskrift á.
  5. EÐA skráð nýjan viðtakanda í svarta boxið. Það geriru með því að slá inn kennitölu hjá viðkomandi viðtakanda og ýta á stækkunarglerið.
  6. Þegar viðtakandi hefur verið valinn skal smella á Staðfesta flutning.
  7. Flutningsferli ætti að hafa hafist og hægt er að fylgjast með því í Flutningssögu vinstra megin á síðu og uppfæra með því að spella á örvarnar.

Almennar fyrirspurnir

 • Er Stöð 2 að selja fjarskiptaþjónustu?

  Nei, Stöð 2 er eingöngu að selja sjónvarpsáskriftir en ekki internet, farsíma eða heimasíma. Þú getur nálgast upplýsingar um fjarskiptaþjónustu Vodafone á vodafone.is.
 • Hvar get ég skoðað upplýsingar um mína þjónustu hjá Stöð 2?

  Besta leiðin til þess að gera það er að fara inn á Mínar Síður hjá Stöð 2 og þar getur þú skoðað þær áskriftir sem þú ert með hjá okkur.
  Ef þú hefur einhverjar spurningar þá er þér velkomið að hafa samband við okkur í síma 1817, koma í næstu verslun Vodafone eða fara á netspjallið okkar.

Reikningar

 • Hvað er „Dreifingarkostnaður IP myndlykill“?

  Gjald fyrir að varpa sjónvarpsefni í áskrift á myndlykil í gegnum internetið.
 • Hvað er „Dreifingarkostnaður Digital Ísland"?

  Gjald fyrir að varpa sjónvarpsefni í áskrift á myndlykil í gegnum loftnet.
 • Hvað er „Sjónvarpsáskrift á aukamyndlykil“?

  Gjald fyrir að varpa sjónvarpsefni í áskrift á fleiri en einn myndlykil á sama heimili. Greitt er eitt gjald, óháð fjölda myndlykla.
 • Ég er nýr viðskiptavinur, fæ ég reikning frá Stöð 2?

  Nei, reikningurinn birtist í heimabankanum undir nafninu Sýn hf en það er heiti á sameinuðu félagi Vodafone og sameinaðrar fjölmiðlastarfsemi sem innifelur meðal annars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og Xið 977.
 • Hvert beini ég athugasemdum við reikninginn?

  Stöð 2 leggur mikla áherslu á að reikningar sem við sendum frá okkur séu í samræmi við þá þjónustu og notkun sem hefur verið á tilgreindu tímabili.
  Við svörum gjarnan spurningum þínum um reikninginn í síma 1817 og auk þess veitum við skjóta og góða aðstoð í gegnum netspjallið okkar.
  Hvað gerist ef ég borga ekki á réttum tíma?
  Reikningar fara í innheimtu ef þeir eru ekki greiddir fyrir kl. 21 á eindaga. Reikningar fyrir sjónvarpsáskrift fara í innheimtu 20 dögum eftir eindaga og fjarskiptareikningar fara 10 dögum eftir eindaga. Í millitíðinni sendum við innheimtuviðvörun á skráð lögheimili.