Tilkynningar

01. desember 2021

Verðbreytingar 1. janúar 2022

Valdar sjónvarpsáskriftir munu taka breytingum frá og með 1. janúar næstkomandi.

ÁskriftFyrra verðVerðbreytingNýtt verð
Skemmtipakkinn10.79050011.290
Stóripakkinn - Sumartilboð13.79050014.290
Stóripakkinn16.79050017.290
Stöð 2 Maraþon Plús5.7905006.290
Stöð 2 Fjölskylda1.4905001.990
Stöð 2 Bíó1.4905001.990
01. janúar 2021

Breytingar á vöruframboði 1. febrúar 2021

Fyrirhugaðar eru breytingar á vörum Stöðvar 2 frá og með 1. febrúar 2021. Við hvetjum okkar viðskiptavini til þess að kynna sér þær breytingar sem taka gildi. Ef einhverjar spurningar vakna þá bendum við á að hægt er að hafa samband við okkur með þeim hætti sem hentar þér best. Hægt er að hafa samband með tölvupósti, í gegnum netspjalli, á samfélagsmiðlum Stöð 2, með því að panta símtal eða í síma: 1817. Við kappkostum við að svara öllum fyrirspurnum hratt og örugglega.

Sjá hér: https://stod2.is/hafa-samband

Sjónvarpsáskriftir

Valdar sjónvarpsáskriftir munu taka breytingum frá og með 1. febrúar næstkomandi. Stöð 2 stök hækkar um 1.000 kr og kostar 7.990 kr eftir breytingar, samhliða verðbreytingunni mun efnisveitan Stöð 2 Maraþon bætast við áskriftina. Það eru góðar fréttir fyrir viðskiptavini með staka Stöð 2 en Stöð 2 Maraþon er stærsta efnisveita landsins með íslenskt sjónvarpsefni. Þúsundir klukkustunda af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum fyrir alla fjölskylduna og hágæða breska drama- og spennuþætti úr smiðju HBO, BBC og ITV (Cirkus). Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Skemmtipakkinn og Stóripakkinn taka einnig breytingum og hækka um 800 kr.

Sjá yfirlit yfir breytingar á sjónvarpsáskriftum

01. apríl 2019

Breytingar á vörum og verðskrá 1. maí 2019

Fyrirhugaðar eru breytingar á vörum og verðskrá hjá Sýn frá og með 1. maí 2019.

Sjónvarpsþjónusta

Nokkrar breytingar ferða á vöruframboði Fjölvarpsins, þar sem eldri áskriftapakkar hætta í dreifingu og nýtt vöruframboð með þremur frábærum pökkum tekur við. Viðskiptavinir fá sjálfvirkan flutning í nýju pakkana.

Golfstöðin kemur inn í Sportpakkann

Viðskiptavinir í Sportpakkanum fá Golfstöðina innifalið með áskrift sinni.

Fjölgun landa í Ferðapakkanum

Löndum í Ferðapakkanum fjölgar úr 36 í 42 lönd. Við bætast: Hong Kong, Serbía, Singapúr, Sameinuðu Arabísku furstadæmin, Hvíta Rússland og Malasía.

2 GB innifalin í Krakkakorti

Viðskiptavinir í völdum farsímaleiðum geta bætt við sig Krakkakorti fyrir 0kr á mánuði fyrir afkvæmi sín upp á 25 ára aldri. Þessi númer fá 2 GB gagnamagnsáfyllingu í hverjum mánuði.

01. júlí 2018

Verðbreytingar 1. júlí 2018

Fyrirhugaðar eru verðbreytingar á þjónustu 365 frá og Stöð 2 frá og með 1. júlí 2018.

Kveiktu á gleðinni - Nýtt upphaf í efnisframboði

Neytendur njóta ávinnings af samruna Vodafone og 365 með skýrum hætti í nýju vöruframboði sameinaðs félags. Stök áskrift að Stöð 2 Sport er nú í boði á 9.990 kr. og Sportpakkinn á 11.990 kr. í stað 14.990 kr. Áður var einungis hægt að fá aðgengi að íþróttaefni Stöðvar 2 í gegnum Sportpakkann á 14.990 kr. Streymisveitan Stöð 2 Maraþon hefur stækkað og verð lækkað í 1.990 kr. úr 2.990 kr. sem er orðið samkeppnishæft við erlendar streymisveitur. Skemmtipakkinn hefur stækkað með miklu magni af ólínulegu efni fyrir alla fjölskylduna án þess að verð hafi tekið breytingum. Einnig hefur stök áskrift að Stöð 2 lækkað í 6.990 kr. í stað 8.990 kr. áður.

Heima

Samhliða breytingum að efnispökkum stendur viðskiptavinum Vodafone og Stöðvar 2 til boða að sameina fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu heimilisins á enn betri kjörum en áður með tilkomu Heima. Verð á Heima er frá 12.990 þar sem innifalið er Stöð 2 Maraþon, ótakmarkað 1000 megabita Internet, leiga á endabúnaði, ótakmarkaður heimasími og Samsung ofur-háskerpumyndlykill.

Ný kynslóð myndlykla

Í maí mánuði kynnti Vodafone til leiks nýja kynslóð ofur-háskerpumyndlykla sem framleiddir eru af raftækjarisanum Samsung. Myndlykillinn er margfalt hraðvirkari og snarpari en fyrri kynslóð sem og besti myndgæði sem bjóðast á markaðnum. Þessi myndlykill stendur viðskiptavinum Vodafone til boða á sama mánaðargjaldi og fyrri kynslóð myndlykla.

19. maí 2020

Skilmálabreytingar

Fyrirhugaðar eru skilmálabreytingar á áskriftarskilmálum Stöðvar 2. Áætlað er að skilmálar þessir taki gildi 19. júní næstkomandi fyrir núverandi viðskiptavini Stöðvar 2 en frá og með deginum í dag fyrir nýja viðskiptavini.

Við hvetjum viðskiptavini til þess að kynna sér þessar breytingar vel og er viðskiptavinum á einstaklingsmarkaði heimilt að segja upp þjónustum sínum án skaðabóta séu þeir ósáttir við fyrirhugaðar breytingar.

Búið er að uppfæra og einfalda orðalag í nýjum áskriftarskilmálum Stöðvar 2. Einnig voru eftirfarandi greinum bætt við:

6. grein Viðskiptavinir geta einvörðungu valið sér einn dreifiaðila.

10. grein Stöð 2 (Sýn hf.) virðir almenna skilmála um varðveislu kortanúmera frá færsluhirðingafyrirtækjum/kortaútgefendum en að öðru leyti gilda ákvæði persónuverndarstefnu Stöðvar 2 (Sýn hf.) um meðferð persónuupplýsinga sem telst órjúfanlegur hluti skilmála þessara.

13. grein Allur réttur á kvikmyndum, ljósmyndum, grafík og öðru höfundarréttarvörðu efni er keypt undir samningi af Sýn og tilheyrir samstarfsaðilum félagsins, efniseigendunum. Efnið sem viðskiptavinir geta nálgast gegnum sjónvarpsþjónustur Sýnar, þar með talið höfundarréttarvarið efni innan efnisins, er eign efniseiganda og samstarfsaðila þeirra og er varið af höfundarréttarlögum Bandaríkjanna sem og annarra höfundarréttarsamtaka víðs vegar um heim. Sýn, efniseigendur og samstarfsaðilar efniseigenda veita viðskiptavinum Sýnar engin réttindi gagnvart því efni sem þeir kunna að eiga viðskipti með við Sýn.

14. grein Stöð 2 (Sýn hf.) er heimilt að bjóða upp á samninga þar sem áskrifandi skuldbindur sig samkvæmt samningi beggja aðila. Ef áskrifandi segir upp slíkum samningi á samningstíma áskilur Stöð 2 (Sýn hf.) sér rétt til að krefja áskrifanda um þau mánaðargjöld sem ógreidd eru af samningstímanum

17. grein Stöð 2 (Sýn hf.) áskilur sér rétt að vísa áskrifanda úr viðskiptum sýni hann ítrekaða ósæmilega hegðun í garð starfsfólks. Með ósæmilegri hegðun er átt við t.d. (en ekki eingöngu) ógnanir af einhverjum toga eða hótanir af einhverjum toga. Einnig er heimilt að vísa áskrifanda úr viðskiptum af öðrum ástæðum, svo sem vegna verulegra vanskila.

18. grein Stöð 2 (Sýn hf.) áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum vegna nýrra áskriftarleiða, án þess að tilkynna öllum áskrifendum um þær breytingar enda hafa þær breytingar ekki áhrif á gildandi áskriftir.

14. nóvember 2019

Breytingar á vöruframboði 1. janúar 2020

Fyrirhugaðar eru breytingar á dreifi- og speglunargjöldum frá og með 1. Janúar 2020.

Þann 1. janúar 2020 verða gerðar breytingar á dreifi- og speglunargjöldum hjá viðskiptavinum Stöð 2.

Fram til þessa hefur verið innheimt dreifi- og speglunargjald. Dreifigjald hefur verið innheimt vegna kostnaðar sem kemur til við að dreifa sjónvarpsáskrift yfir sjónvarpskerfi Vodafone og Símans og speglunargjald hefur verið innheimt þegar viðskiptavinir eru að dreifa sjónvarpsáskrift á fleiri en einn myndlykil. Nú hefur átt sér stað endurskoðun á þessum gjöldum og eru breytingar til þess gerðar að endurspegla kostnað við dreifingu sjónvarpsáskrifta yfir kerfi Vodafone og Símans.

Framvegis verða dreifi- og speglunargjald ekki innheimt hjá þeim viðskiptavinum sem eru með sjónvarpsþjónustu hjá Vodafone en áfram verður innheimt dreifigjald hjá viðskiptavinum með sjónvarpsþjónustu hjá Símanum og mun dreifigjaldið fara úr 590 kr í 990 kr. Speglunargjaldið verður einnig fellt niður hjá viðskiptavinum með sjónvarpsþjónustu hjá Símanum og því verður aðeins innheimt eitt gjald hvort sem viðskiptavinir eru með einn myndlykil eða fleiri.

01. september 2019

Breytingar á vöruframboði 1. nóvember 2019

Fyrirhugaðar eru breytingar á vörum hjá Stöð 2 frá og með 1. nóvember 2019.

Aukið efnisframboð í Stöð 2 Maraþon Áskriftarveitan Stöð 2 Maraþon er sífellt að styrkjast og efnisframboð að aukast. Mikið hefur verið lagt upp við að halda áfram stöðugri þróun á Stöð 2 Maraþon og er efni bætt þar inn vikulega. Á haustmánuðum munum við svo styrkja efnisframboðið verulega og verður það tilkynnt betur síðar.

Stöð 2 Maraþon

Í Stöð 2 Maraþon geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar eru tæplega 900 kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna. Einnig eru yfir 250 þáttaraðir í Stöð 2 Maraþon, þar af eru 100 íslenskar þáttaraðir sem Stöð 2 hefur framleitt í gegnum tíðina og 30 erlendar þáttaraðir frá HBO.

Í Stöð 2 Maraþon hefur einnig komið inn þættir sem eru sýndir í línulegri dagskrá eins og t.d. Óminni og GYM. Þá koma þættirnir inn á Stöð 2 Maraþon á sama tíma og þeir eru sýndir á Stöð 2. Það hefur vakið mikla lukku hjá okkar viðskiptavinum og munum við halda því áfram í framtíðinni.

01. nóvember 2018

Verðbreytingar hjá Sýn 1. nóvember 2018

Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um verðbreytingarnar.

10x meira gagnamagn innifalið í farsímanum

Nýverið hleyptum við af stokkunum nýjung í farsímaáskriftinni okkar þar sem viðskiptavinir í Heima geta nú fengið 10x meira gagnamagn í farsímaáskriftinni sinni. Innifalið í farsímaáskriftinni eru gagna- og krakkakort, þar sem viðskiptavinir geta bætt SIM kortum fyrir börn sín og tengd tæki og deilt gagnamagni farsímans.

Fyrsti áfangi 5G kerfis á Íslandi kominn í loftið og efling 4G kerfisins

Í sumar gangsetti Sýn fyrstu sendana sem byggja á fimmtu kynslóð farsímakerfa, 5G. Um er að ræða svokallaða léttbandstækni eða Narrowband IoT sem er hönnuð sérstaklega með samskipti tækja í huga. Samhliða hefur 4G netið verð stækkað og eflt síðustu mánuði.

Kveiktu á gleðinni í vetur

Í september hófust sýningar á Suður-Ameríska draumnum, Fósturbörnum og þáttaröðunum Nýja Ísland, Um land allt og Margra barna mæður.

Erlenda dagskráin er ekki af verri endanum en nýju þáttaraðirnar Manifest, Magnum PI, Mr. Mercedes og Counterpart eru á dagskrá Stöðvar 2 í haust og auk gamalla kunningja s.s. Greys's Anatomy, Shameless og Modern Family.

Nýja Stöð 2 appið fyrir Apple TV og vafra

Stöð 2 appið var kynnt í mánuðinum og kemur það í stað Vodafone PLAY sjónvarpsappsins sem hefur verið í boði fyrir alla landsmenn síðustu árin.

Áfram verður hægt að varpa straumum yfir AirPlay og Chromecast fyrir þá sem eru með tæki sem styðja slíkt.

Í mánuðinum bættust við tvær nýjar dreifileiðir fyrir viðskiptavini okkar, þegar við kynntum til leiks útgáfu fyrir AppleTV og vafraútgáfu á slóðinni sjonvarp.stod2.is.

Á þeim vef er hægt að njóta alls þess sama efnis og er í boði í gegnum símtækin og AppleTV.

Stóraukin notkun og efnisframboð

Við höfum séð mikinn vöxt í notkun á sjónvarpsöppunum okkar síðustu misserin. Á þessu ári hefur virkum notendum fjölgað um helming sem og notkun á appinu margfaldast.

Við sjáum mikla aukningu í notkun á áskriftarveitunum Stöð 2 Maraþon og Hopster auk þess sem notkun á útsendingum sjónvarpsstöðva hefur vaxið ört. Við höfum því samhliða þessari aukningu verið að auka jafnt og þétt við efnisframboðið í appinu, bæði með ólínulegu efni og fjölgun sjónvarpsstöðva.

Fyrir skemmstu var framboð aukið og er nú hægt að horfa á 20 stöðvar í sjónvarpsappinu: 7 erlendar stöðvar (DR1, BBC Brit, BBC Earth, Discovery og BBC World News) og 13 innlendar stöðvar (RÚV HD, Stöð 2 HD, Stöð 3, Stöð 2 Bíó, Stöð 2 Krakkar, Sjónvarp Símans, N4 HD, Hringbraut, RÚV 2 HD, Golfstöðina HD, Stöð 2 Sport HD, Stöð 2 Sport 2 HD, Stöð 2 Sport 3 HD og Stöð 2 Sport 4 HD). Við höfum einnig aukið efnisframboð í áskriftarveitunum Stöð 2 Maraþon og Hopster, auk þess að bjóða Frelsi Stöðvar 2, Stöðvar 3, Stöð 2 Sport og RÚV í allt að 28 daga. Á sama tíma höfum við unnið hörðum höndum að því að fjölga leiðum sem hægt er að njóta þessa efnis.

Gengisþróun og verðbólga

Frá því í júlí hefur gengi krónunnar veikst um 11% og gengi helstu viðskiptagjaldmiðla styrkst enn frekar, sem dæmi hefur veiking gagnvart Evru verið um 13% á þessu tímabili.

Aukinheldur hefur verðbólga verið á bilinu 2.28 – 2.74% á þessu sama tímabili sem endurspeglast í þeim verðbreytingum sem nú eru tilkynntar.

Fyrirtækjaþjónusta

Breytingar á verðskrá fyrirtækja má nálgast hjá fyrirtækjaþjónustu á netfanginu firma@vodafone.is eða í síma 599 9500.

01. júlí 2019

Breytingar á vöruframboði 1. ágúst 2019

Fyrirhugaðar eru breytingum á vörum hjá Sýn frá og með 1. ágúst 2019.

Lækkun á Sport- og Risapakkanum

Í dag, 1. júlí, lækkar verð á Sport- og Risapakkanum. Sportpakkinn lækkar úr 12.990 kr í 7.990 kr og Risapakkinn lækkar úr 20.990 kr í 18.990 kr.

Það er nóg um að vera í Sportpakkanum í sumar, þar ber helst að nefna Pepsi Max deild karla og kvenna, Inkasso deild karla og kvenna, Mjólkurbikarinn, Suður Ameríku keppninni og Formúla 1. Ásamt því vorum við nýlega að bæta Stöð 2 Golf í Sportpakkann, það ætti því allir að finna eitthvað við sitt hæfi í sumar.

Heima er best!

Viðskiptavinum stendur til boða að sameina fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu heimilisins á enn betri kjörum með Heima. Með Heima geta viðskiptavinir valið sér sjónvarpsáskrift og fengið fjarskiptaþjónusturnar á frábærum kjörum. Fjarskiptaþjónusturnar sem eru innifaldar í Heima eru ótakmarkað 1000 Mb/s Internet, leiga á endabúnaði, ótakmarkaður heimasími og Samsung ofur háskerpu myndlykill. Auk þess fá viðskiptavinir í Heima 10x meira gagnamagn í farsímann. Kynntu þér þau frábæru kjör sem boðið er upp á í Heima hér.

Fjölvarp

Nýtt vöruframboð Fjölvarps fór nýverið í sölu hjá okkur og þar kynntum við til leiks þrjá frábæra Fjölvarpspakka. Nýju pakkarnir eru stútfullir af erlendum stöðvum og bjóða upp á fjölbreytt efni fyrir alla fjölskylduna, það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Kynntu þér vöruframboð Fjölvarps hér.