Vegferð á Stöð 2

Glæný þáttaröð frá leikstjóranum Baldvin Z - hefst 4. apríl

Kaupa áskrift

Saga tveggja karlmanna sem fara í ferðalag til þess að styrkja vináttubönd sín. Ferðalagið tekur óvænta stefnu sem reynir á vináttu þeirra og neyðir þá til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt. 

Vegferð fylgir þeim Víkingi og Ólafi Darra í ferðalagi um hinn svokallaða Vestfjarðarhring. Fljótlega á leiðinni kemur í ljós að lítið sem ekkert er undirbúið, ekki einu sinni næturgisting er örugg. Í staðinn fyrir að verða slétt og felld og vinaferð full af kærleika, breytist þessi leiðangur í uppgjör, þar sem áralangt samband tveggja manna er brotið til mergjar og í lokin hvílir framtíð þeirra saman á erfiðum ákvörðunum sem þeir báðir þurfa að taka. Sjónvarpsserían Vegferð fjallar um vinskap en hún fjallar auk þess um stolt og karlmennsku, um meðvirkni, um sönn lífsgildi, drauma og væntingar. 

Leikstjórn: Baldvin Z sem leikstýrði meðal annars Lof mér að falla, Vonarstræti og Óróa
Helstu hlutverk: Víkingur Kristjánsson og Ólafur Darri Ólafsson
Framleiðsla: Glassriver
Handrit: Víkingur Kristjánsson