SVÖRTU SANDAR

Svörtu sandar er magnþrungin glæpasería úr smiðju Baldvins Z. Þáttaröðin hefst 25. desember á Stöð 2.

Nánar

Vandað sjónvarpsefni á Stöð 2 og Stöð 2+

Stóra sviðið

22. október 2021

Nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu.

Sjá sýnishorn

Ummerki

Hefst í sýningu: 24. október 2021

Önnur þáttaröð af þessum áhugaverðu og spennandi þáttum í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur sem fjalla um íslensk sakamál og hvernig rannsókn þeirra er háttað. Farið er í gegnum öll stig rannsóknarinnar, allt frá fyrstu viðbrögðum yfir í uppkvaðningu dóms í réttarsal.

Sjá sýnishorn

Framkoma

Hefst í sýningu: 31. október 2021

Þriðja þáttaröð þessa stórgóðu þátta þar sem við fylgjumst með Fannari Sveinssyni hoppa inn í vinnudag þekktra einstaklinga sem starfa við að koma fram. Fjöldi Íslendinga starfar við að koma fram á sviði.

Um land allt

Hefst í sýningu: 18. október 2021

Kristján Már Unnarsson heimsækir samfélög vítt og breitt um landið, heilsar upp á fólk í leik og starfi og heyrir þau sjónarmið sem helst brenna á fólki í ólíkum byggðum.

Sjá sýnishorn

Gulli byggir

29. ágúst 2021

Sjötta þáttaröð þessara frábæru þátta í umsjón Gulla Helga sem leiðbeinir fólki, ráðleggur og fylgir eftir við hinar ýmsu heimilisframkvæmdir. Ekkert verkefni er of stórt og hér eru litið til lausna á frumlegan og skapandi hátt. Verkefnin eru af ýmsum toga og allt eru þetta krefjandi áskoranir

Sjá nánar

Allskonar kynlíf

18. ágúst 2021

Allskonar kynlíf eru fræðslu- og skemmtiþættir með Siggu Dögg kynfræðingi og Ahd Tamimi sérlegum aðstoðarmanni hennar. Saman rýna þau í hin ýmsu málefni tengd kynlífi, fara á stúfana, ræða við breiðan hópa sérfræðinga og fá safaríkar sögur frá þekktum einstaklingum um allskonar kynlíf.

Sjá sýnishorn

Draumaheimilið

23. ágúst 2021

Draumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa. Það eru margar ákvarðanir sem fylgja fasteignakaupum auk verðs og staðsetningar.

#Samstarf

26. ágúst 2021

Við fáum innsýni inn í líf áhrifavaldanna Sunnevu Einars og Jóhönnu Helgu sem reyna fyrir sér í hinum ýmsu störfum víðsvegar um Ísland við misgóðar undirtektir. Þær stöllur verða settar í aðstæður sem teygir þær langt út fyrir þægindarammann.

Stærsta efnisveita landsins með íslenskt sjónvarpsefni

Stöð 2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt sjónvarpsefni og þú horfir hvar og hvenær sem þú vilt. Þúsundir klukkustunda af kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og talsettu barnaefni fyrir alla fjölskylduna. Nýtt efni bætist við daglega og þú getur byrjað að horfa strax!