Áskriftarskilmálar fyrir sjónvarpsstöðvar Stöðvar 2
*Skilmálar þessir voru gefnir út 19. maí 2020 og taka gildi 19. júní 2020. *
- Áskrift veitir áskrifanda aðgang að þeim sjónvarpsstöðvum og/eða áskriftarveitum sem áskrifandi hefur valið að greiða fyrir.
- Áskriftin er einungis til heimilis- og einkanota. Óheimilt er að dreifa áskriftinni með einhverjum þeim hætti að hún nýtist á fleiri stöðum en á skráðum notkunarstað áskriftarbúnaðarins, t.d. á milli heimila, vinnustaða o.s.frv. Eins er áskrifanda óheimilt að taka upp efni úr dagskrá nema til einkaafnota á skráðum notkunarstað áskriftarbúnaðarins.
- Uppsögn ber að tilkynna fyrir 26. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi frá og með næstu mánaðarmótum frá móttöku. Ef uppsögn berst eftir þann tíma mánaðarins þá tekur hún þá gildi frá og með þarnæstu mánaðarmótum frá móttöku.
- Kjósi áskrifandi að tilkynna uppsögn ber honum að tilkynna allar slíkar breytingar til Stöðvar 2 (Sýn hf.) eða Vodafone (Sýn hf.) í síma 1414 eða 1817 eða með öðrum skýrum hætti. Öll ábyrgð á að slíkar tilkynningar berist til Stöðvar 2 (Sýn hf.) eða Vodafone (Sýn hf.) á réttan hátt og á réttum tíma liggur hjá áskrifanda. Ítrekað er að tilkynningum skal beint til Stöðvar 2 (Sýn hf.) eða Vodafone (Sýn hf.) en ekki til ótengdra dreifingaraðila eða annarra.
- Óskum um breytingar á áskrift eða tilkynningu um uppsögn skal beint til Stöðvar 2 (Sýn hf.) eða Vodafone (Sýn hf.) í síma 1414 eða 1817 eða með öðrum skýrum hætti, óháð því hvort annar aðili hafi látið áskrifanda í té búnað s.s. myndlykil. Að sama skapi ber að tilkynna Stöð 2 (Sýn hf.) um breytingu á dreifiaðila. Öll ábyrgð á að slíkar tilkynningar berist til Stöðvar 2 (Sýn hf.) eða Vodafone (Sýn hf.) á réttan hátt og á réttum tíma liggur hjá áskrifanda.
- Viðskiptavinir geta einvörðungu valið sér einn dreifiaðila.
- Áskriftargjald hvers mánaðar ber áskrifanda að greiða fyrir fram samkvæmt þeim verðskráreglum sem eru í gildi á hverjum tíma hjá Stöð 2 (Sýn hf.). Verðskrá getur tekið breytingum á samningstíma. Eindagi reikninga er 4. hvers mánaðar og gjalddagi reikninga 5 - 6 dögum áður (getur breyst ef um frídaga eða helgi er að ræða). Sé reikningur greiddur eftir eindaga greiðir áskrifandi dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
- Ef áskrifandi hefur athugasemdir við reikninga verður hann að láta vita um þær án tafar og eigi síðar en á gjalddaga/eindaga. Að öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur.
- Ef viðskiptavinur óskar eftir því að reikningur sé skuldfærður beint á greiðslukort er ekki gefinn út greiðsluseðill og sendir Stöð 2 (Sýn hf.) þá kröfu rafrænt í heimabanka viðskiptavinar samkvæmt verðskrá Stöðvar 2 (Sýn hf.) og Vodafone (Sýn hf.). Óski áskrifandi eftir því að fá sendan greiðsluseðil skal hann fara fram á það með skýrum hætti og velja þá jafnframt hvort óskað sé eftir rafrænum eða útprentuðum greiðsluseðli. Hafa ber í huga að í þeim tilvikum er innheimt lágmarks seðilgjald og vakin er athygli á því að útprentaður greiðsluseðill er dýrari. Ef um beingreiðslur er að ræða gerir áskrifandi ekki samkomulag við Stöð 2 (Sýn hf.) heldur við viðkomandi bankastofnun. Ef um boðgreiðslur er að ræða skuldfærist áskriftargjald mánaðarlega á kreditkort sem áskrifandi gefur upp við upphaf áskriftar. Stöð 2 (Sýn hf.) ber því ekki ábyrgð á samkomulagi áskrifanda við bankastofnanir um boðgreiðslur áskriftargjalda og hvetur áskrifanda til að fylgjast vel með færslum á reikning.
- Stöð 2 (Sýn hf.) virðir almenna skilmála um varðveislu kortanúmera frá færsluhirðingafyrirtækjum/kortaútgefendum en að öðru leyti gilda ákvæði persónuverndarstefnu Stöðvar 2 (Sýn hf.) um meðferð persónuupplýsinga sem telst órjúfanlegur hluti skilmála þessara.
- Stöð 2 (Sýn hf.) áskilur sér allan rétt til að breyta fyrirvaralaust auglýstri dagskrá miðla sinna og fjölda þeirra rása sem dagskráin er send út á hverju sinni og einnig allan rétt til að breyta fyrirvaralaust samsetningum og fjölda stöðva í áskriftarpakka.
- Áskrifandi á kost á að streyma myndefni í gegnum app félagsins eða gegnum vefsjónvarp félagsins. Stöð 2 (Sýn hf.) ábyrgist ekki útsendinga og móttökuskilyrði appsins eða vefsjónvarps. Stöð 2 (Sýn hf.) ábyrgist ekki að áskrifandi hafi alltaf jafnan aðgang að sjónvarpsþjónustu appsins. Ófyrirsjáanlegir atburðir geta leitt til þess að notandi missi aðgang að þjónustunni. Stöð 2 (Sýn hf.) ber ekki ábyrgð á því þótt samband rofni um stund en mun þó leitast við að koma sambandi á að nýju án ástæðulauss dráttar. Stöð 2 (Sýn hf.) ber ekki ábyrgð á því verði rof á tengingu vegna skemmdarverka eða línurofs á heimili áskrifanda eða hjá þriðja aðila. Hverri áskrift að appi félagsins fylgir einn samtímastraumur en hægt er að setja upp aðgang í fleiri viðtæki sem styðja við appið innan hvers heimilis. Stöð 2 áskilur sér rétt að takmarka fjölda viðtækja í hverri áskrift. Áskrifandi ábyrgist að öll tækin séu í eigu áskrifanda eða nánustu fjölskyldumeðlima sem búa innan sama heimilis. Stöð 2 (Sýn hf.) ábyrgist ekki að notandi hafi alltaf jafnan aðgang að sjónvarpsþjónustu Stöð 2 (Sýn hf.).
- Allur réttur á kvikmyndum, ljósmyndum, grafík og öðru höfundarréttarvörðu efni er keypt undir samningi af Sýn og tilheyrir samstarfsaðilum félagsins, efniseigendunum. Efnið sem viðskiptavinir geta nálgast gegnum sjónvarpsþjónustur Sýnar, þar með talið höfundarréttarvarið efni innan efnisins, er eign efniseiganda og samstarfsaðila þeirra og er varið af höfundarréttarlögum Bandaríkjanna sem og annarra höfundarréttarsamtaka víðs vegar um heim. Sýn, efniseigendur og samstarfsaðilar efniseigenda veita viðskiptavinum Sýnar engin réttindi gagnvart því efni sem þeir kunna að eiga viðskipti með við Sýn.
- Stöð 2 (Sýn hf.) er heimilt að bjóða upp á samninga þar sem áskrifandi skuldbindur sig samkvæmt samningi beggja aðila. Ef áskrifandi segir upp slíkum samningi á samningstíma áskilur Stöð 2 (Sýn hf.) sér rétt til að krefja áskrifanda um þau mánaðargjöld sem ógreidd eru af samningstímanum.
- Brjóti áskrifandi gegn áskriftarskilmálum þessum, til dæmis, en takmarkast ekki við, að reynt sé að komast hjá gjaldtöku á óheimilan hátt eða koma gjaldskyldu yfir á óskyldan eða ógjaldfæran aðila, er Stöð 2 (Sýn hf.) heimilt, án fyrirvara, að loka á áskrift og krefjast greiðslu sem Stöð 2 (Sýn hf.) áætlar að af sanngirni bæti fyrir brot áskrifanda. Þá kann Stöð 2 (Sýn hf.) að leggja fram kæru til lögreglu vegna slíkrar háttsemi.
- Stöð 2 (Sýn hf.) hefur heimild til þess að breyta áskriftarskilmálum. Allar breytingar á skilmálum skulu tilkynntar með skýrum hætti með a.m.k. mánaðar fyrirvara á heimasíðu Stöðvar 2 (Sýn hf.) og/eða á útgefnum reikningum. Þar skal kynnt í hverju breytingar felast og eftir atvikum veittar upplýsingar um rétt áskrifanda til þess að segja upp gildandi samningi vegna breytinganna.
- Stöð 2 (Sýn hf.) áskilur sér rétt að vísa áskrifanda úr viðskiptum sýni hann ítrekaða ósæmilega hegðun í garð starfsfólks. Með ósæmilegri hegðun er átt við t.d. (en ekki eingöngu) ógnanir af einhverjum toga eða hótanir af einhverjum toga. Einnig er heimilt að vísa áskrifanda úr viðskiptum af öðrum ástæðum, svo sem vegna verulegra vanskila.
- Stöð 2 (Sýn hf.) áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum vegna nýrra áskriftarleiða, án þess að tilkynna öllum áskrifendum um þær breytingar enda hafa þær breytingar ekki áhrif á gildandi áskriftir.
- Rísi upp ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum skal leitast við að ná sáttum með heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi. Getur áskrifandi sent Stöð 2 (Sýn hf.) kvörtun og eftir atvikum rekið mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Eldri skilmálar
*Skilmálar þessir falla úr gildi 19. Júní 2020 *
- Áskrift veitir áskrifanda aðgang að þeim sjónvarpsstöðvum og/eða áskriftarveitum sem áskrifandi hefur valið að greiða fyrir.
- Áskriftin er einungis til heimils- og einkanota. Óheimilt er að dreifa áskriftinni með einhverjum þeim hætti að hún nýtist á fleiri stöðum en á skráðum notkunarstað áskriftarbúnaðarins, sbr. 12.gr. skilmála þessara, t.d. á milli heimila, vinnustaða o.s.frv.. Eins er áskrifanda óheimilt að taka upp efni úr dagskrá nema til einkaafnota á skráðum notkunarstað áskriftarbúnaðarins.
- Almennur áskriftarsamningur framlengist sjálfkrafa um einn mánuð í senn uns honum er sagt upp. Uppsögn ber að tilkynna fyrir 1. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi frá og með næstu mánaðamótum frá móttöku. Kjósi áskrifandi að tilkynna uppsögn ber honum að tilkynna allar slíkar breytingar til Sýnar (Vodafone eða Stöð 2), í síma 1817 eða 1414 eða með öðrum skýrum hætti. Öll ábyrgð á að slíkar tilkynningar berist Sýnar (Vodafone eða Stöð 2) á réttan hátt og á réttum tíma liggur hjá áskrifanda. Ítrekað er tilkynningum skal beint til Sýnar (Vodafone eða Stöð 2) en ekki til ótengdra dreifingaraðila eða annarra, sbr. 9. gr. skilmálanna.
- Áskriftargjald hvers mánaðar ber áskrifanda að greiða fyrirfram samkvæmt þeim verðskrárreglum sem eru í gildi á hverjum tíma hjá Sýn. Verðskrá getur tekið breytingum á samningstíma í samræmi við 13. gr. skilmálanna. Gjalddagi reikninga er 20. hvers mánaðar. Eindagi reikninga breytilegur. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.
- Allar athugasemdir við útgefna reikninga og greiðsluseðla skulu gerðar án tafar og eigi síðar en á eindaga reiknings, ella telst reikningur og/eða greiðsluseðill samþykktur og verður þá ekki endurskoðaður sem slíkur nema að atvik réttlæti slíkt með ótvíræðum hætti.
- Ef viðskiptavinur óskar eftir því að reikningur sé skuldfærður beint á greiðslukort er ekki gefinn út greiðsluseðill og sendir Sýn þá kröfu rafrænt í heimabanka viðskiptavinar skv. verðskrá.. Óski áskrifandi eftir því að fá sendan greiðsluseðil skal hann fara fram á það með skýrum hætti og velja þá jafnframt hvort óskað sé eftir rafrænum eða bréflegum greiðsluseðli. Hafa ber í huga að í þeim tilvikum er innheimt lágmarks seðilgjald og vakin er athygli á því að bréflegur greiðsluseðill er dýrari. Ef um beingreiðslur er að ræða gerir áskrifandi ekki samkomulag við Sýn heldur við viðkomandi bankastofnun. Ef um boðgreiðslur er að ræða skuldfærist áskriftargjald mánaðarlega á kreditkort sem áskrifandi gefur upp upphaf áskriftar. Sýn ber því ekki ábyrgð á samkomulagi áskrifanda við bankastofnanir um boðgreiðslur áskriftargjalda og hvetur áskrifanda til að fylgjast vel með færslum á reikning, sérstaklega eftir að áskrifandi hefur sagt upp áskrift sinni hjá Sýn. Sýn virðir almenna skilmála um varðveislu kortanúmera frá færsluhirðingafyrirtækjum/kortaútgefendum en að öðru leyti gilda ákvæði persónuverndarstefnu Sýnar um meðferð persónuupplýsinga.
- Sýn áskilur sér allan rétt til að breyta fyrirvaralaust auglýstri dagskrá miðla sinna og fjölda þeirra rása sem dagskráin er send út á hverju sinni og einnig allan rétt til að breyta fyrirvaralaust samsetningum og fjölda stöðva í hverjum áskriftarpakka, sbr. 13.gr. skilmálanna.
- Óskum um breytingar á áskrift eða tilkynningu um uppsögn skal beint til Sýnar, óháð því hvort annar aðili hafi látið áskrifanda í té búnað s.s. myndlykil. Að sama skapi ber að tilkynna Sýn um breytingu á dreifiaðila.
- Aukaáskriftargjald á aukamyndlykli er skv. verðskrá hverju sinni og greiðist sú upphæð til Sýnar. Með aukaáskriftargjaldi er átt við þegar áskrift speglast á aukalykil, allar áskriftarstöðvar nema grunnáskrift. Aðal- og aukamyndlyklar verða báðir að vera staðsettir á heimili áskrifanda/greiðanda.
- Áskrifendum gefst kostur á að streyma myndefni frá sjónvarpsstöðvum Sýnar til persónulegra nota í gegnum Sjónvarp 365 appið. Sjónvarp 365 appið er útvegað í gegnum kerfi OZ og er eingöngu aðgengilegt á Íslandi. Sýn ábyrgist ekki útsendinga og móttökuskilyrði appsins. Sýn ábyrgist ekki að notandi hafi alltaf jafnan aðgang að sjónvarpsþjónustu Sýnar. Ófyrirsjáanlegir atburðir geta leitt til þess að notandi missi aðgang að þjónustunni. Sýn ber ekki ábyrgð á því þótt samband rofni um stund en mun þó leitast við að koma sambandi á að nýju án ástæðulauss dráttar. Sýn ber ekki ábyrgð á því verði rof á tengingu vegna skemmdarverka eða línurofs í híbýlum viðskiptavinar eða hjá þriðja aðila. Hverri áskrift að Sjónvarp 365 appinu fylgir einn samtímastraumur en hægt er að setja upp aðgang í allt að fimm viðtæki (tölvur, spjaldtölvur, sjónvörp, síma) innan hvers heimilis. Áskrifandi ábyrgist að öll tækin séu í eigu áskrifanda eða nánustu fjölskyldumeðlima sem búa innan sama heimilis.
- Brjóti áskrifandi gegn áskriftarskilmálum þessum, til dæmis, en takmarkast ekki við, að reynt sé að komast hjá gjaldtöku á óheimilan hátt eða koma gjaldskyldu yfir á óskyldan eða ógjaldfæran aðila, er Sýn heimilt, án fyrirvara, að loka á áskrift og krefjast greiðslu sem Sýn áætlar að af sanngirni bæti fyrir brot áskrifanda. Þá kann Sýn að leggja fram kæru til lögreglu vegna slíkrar háttsemi.
- Sýn hefur heimild til þess að breyta áskriftarskilmálum.Allar breytingar á skilmálum skulu tilkynntar með skýrum hætti með a.m.k. mánaðar fyrirvara á heimasíðu Sýnar og/eða á útgefnum reikningum. Þar skal kynnt í hverju breytingarnar felast og eftir atvikum veittar upplýsingar um rétt áskrifanda til þess að segja upp gildandi áskriftarsamningi vegna breytinganna.
- Rísi ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum skal leitast við að ná sáttum með heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi, en annars má reka mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.