Áskriftarskilmálar fyrir sjónvarpsstöðvar Stöðvar 2

 1. Áskrift veitir áskrifanda aðgang að þeim sjónvarpsstöðvum og/eða áskriftarveitum sem áskrifandi hefur valið að greiða fyrir.
 2. Áskriftin er einungis til heimils- og einkanota. Óheimilt er að dreifa áskriftinni með einhverjum þeim hætti að hún nýtist á fleiri stöðum en á skráðum notkunarstað áskriftarbúnaðarins, sbr. 12.gr. skilmála þessara, t.d. á milli heimila, vinnustaða o.s.frv.. Eins er áskrifanda óheimilt að taka upp efni úr dagskrá nema til einkaafnota á skráðum notkunarstað áskriftarbúnaðarins.
 3. Almennur áskriftarsamningur framlengist sjálfkrafa um einn mánuð í senn uns honum er sagt upp. Uppsögn ber að tilkynna fyrir 1. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi frá og með næstu mánaðamótum frá móttöku. Kjósi áskrifandi að tilkynna uppsögn ber honum að tilkynna allar slíkar breytingar til Sýnar (Vodafone eða Stöð 2), í síma 1817 eða 1414 eða með öðrum skýrum hætti. Öll ábyrgð á að slíkar tilkynningar berist Sýnar (Vodafone eða Stöð 2) á réttan hátt og á réttum tíma liggur hjá áskrifanda. Ítrekað er tilkynningum skal beint til Sýnar (Vodafone eða Stöð 2) en ekki til ótengdra dreifingaraðila eða annarra, sbr. 9. gr. skilmálanna.
 4. Áskriftargjald hvers mánaðar ber áskrifanda að greiða fyrirfram samkvæmt þeim verðskrárreglum sem eru í gildi á hverjum tíma hjá Sýn. Verðskrá getur tekið breytingum á samningstíma í samræmi við 13. gr. skilmálanna. Gjalddagi reikninga er 20. hvers mánaðar. Eindagi reikninga breytilegur. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.
 5. Allar athugasemdir við útgefna reikninga og greiðsluseðla skulu gerðar án tafar og eigi síðar en á eindaga reiknings, ella telst reikningur og/eða greiðsluseðill samþykktur og verður þá ekki endurskoðaður sem slíkur nema að atvik réttlæti slíkt með ótvíræðum hætti.
 6. Ef viðskiptavinur óskar eftir því að reikningur sé skuldfærður beint á greiðslukort er ekki gefinn út greiðsluseðill og sendir Sýn þá kröfu rafrænt í heimabanka viðskiptavinar skv. verðskrá.. Óski áskrifandi eftir því að fá sendan greiðsluseðil skal hann fara fram á það með skýrum hætti og velja þá jafnframt hvort óskað sé eftir rafrænum eða bréflegum greiðsluseðli. Hafa ber í huga að í þeim tilvikum er innheimt lágmarks seðilgjald og vakin er athygli á því að bréflegur greiðsluseðill er dýrari. Ef um beingreiðslur er að ræða gerir áskrifandi ekki samkomulag við Sýn heldur við viðkomandi bankastofnun. Ef um boðgreiðslur er að ræða skuldfærist áskriftargjald mánaðarlega á kreditkort sem áskrifandi gefur upp upphaf áskriftar. Sýn ber því ekki ábyrgð á samkomulagi áskrifanda við bankastofnanir um boðgreiðslur áskriftargjalda og hvetur áskrifanda til að fylgjast vel með færslum á reikning, sérstaklega eftir að áskrifandi hefur sagt upp áskrift sinni hjá Sýn. Sýn virðir almenna skilmála um varðveislu kortanúmera frá færsluhirðingafyrirtækjum/kortaútgefendum en að öðru leyti gilda ákvæði persónuverndarstefnu Sýnar um meðferð persónuupplýsinga.
 7. Sýn áskilur sér allan rétt til að breyta fyrirvaralaust auglýstri dagskrá miðla sinna og fjölda þeirra rása sem dagskráin er send út á hverju sinni og einnig allan rétt til að breyta fyrirvaralaust samsetningum og fjölda stöðva í hverjum áskriftarpakka, sbr. 13.gr. skilmálanna.
 8. Óskum um breytingar á áskrift eða tilkynningu um uppsögn skal beint til Sýnar, óháð því hvort annar aðili hafi látið áskrifanda í té búnað s.s. myndlykil. Að sama skapi ber að tilkynna Sýn um breytingu á dreifiaðila.
 9. Aukaáskriftargjald á aukamyndlykli er skv. verðskrá hverju sinni og greiðist sú upphæð til Sýnar. Með aukaáskriftargjaldi er átt við þegar áskrift speglast á aukalykil, allar áskriftarstöðvar nema grunnáskrift. Aðal- og aukamyndlyklar verða báðir að vera staðsettir á heimili áskrifanda/greiðanda.
 10. Áskrifendum gefst kostur á að streyma myndefni frá sjónvarpsstöðvum Sýnar til persónulegra nota í gegnum Sjónvarp 365 appið. Sjónvarp 365 appið er útvegað í gegnum kerfi OZ og er eingöngu aðgengilegt á Íslandi. Sýn ábyrgist ekki útsendinga og móttökuskilyrði appsins. Sýn ábyrgist ekki að notandi hafi alltaf jafnan aðgang að sjónvarpsþjónustu Sýnar. Ófyrirsjáanlegir atburðir geta leitt til þess að notandi missi aðgang að þjónustunni. Sýn ber ekki ábyrgð á því þótt samband rofni um stund en mun þó leitast við að koma sambandi á að nýju án ástæðulauss dráttar. Sýn ber ekki ábyrgð á því verði rof á tengingu vegna skemmdarverka eða línurofs í híbýlum viðskiptavinar eða hjá þriðja aðila. Hverri áskrift að Sjónvarp 365 appinu fylgir einn samtímastraumur en hægt er að setja upp aðgang í allt að fimm viðtæki (tölvur, spjaldtölvur, sjónvörp, síma) innan hvers heimilis. Áskrifandi ábyrgist að öll tækin séu í eigu áskrifanda eða nánustu fjölskyldumeðlima sem búa innan sama heimilis.
 11. Brjóti áskrifandi gegn áskriftarskilmálum þessum, til dæmis, en takmarkast ekki við, að reynt sé að komast hjá gjaldtöku á óheimilan hátt eða koma gjaldskyldu yfir á óskyldan eða ógjaldfæran aðila, er Sýn heimilt, án fyrirvara, að loka á áskrift og krefjast greiðslu sem Sýn áætlar að af sanngirni bæti fyrir brot áskrifanda. Þá kann Sýn að leggja fram kæru til lögreglu vegna slíkrar háttsemi.
 12. Sýn hefur heimild til þess að breyta áskriftarskilmálum.Allar breytingar á skilmálum skulu tilkynntar með skýrum hætti með a.m.k. mánaðar fyrirvara á heimasíðu Sýnar og/eða á útgefnum reikningum. Þar skal kynnt í hverju breytingarnar felast og eftir atvikum veittar upplýsingar um rétt áskrifanda til þess að segja upp gildandi áskriftarsamningi vegna breytinganna.
 13. Rísi ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum skal leitast við að ná sáttum með heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi, en annars má reka mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Eldri sjónvarpsþjónusta

Skilmálar þessir gilda um eldri sjónvarpsþjónustu, áður Sjónvarp 365, hér eftir nefnt sjónvarpsþjónusta.

 • Skilmálarnir gilda að því leyti sem ekki er kveðið öðruvísi á um í samningum Sýnar og viðskiptavinar. Almennir skilmálar um fjarskiptaþjónustu, þ.m.t. greiðsluskilmálar, uppsagnarskilmálar og verðskrá, gilda einnig þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir. Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála á, skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar.
 • Áskriftarsamningur framlengist sjálfkrafa um einn mánuð í senn. Tilkynna þarf uppsögn í næstu verlsun fyrirtækisins þar sem búnaði er skilað. Uppsögn ber að tilkynna fyrir 1. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi frá og með þarnæstu mánaðamótum frá móttöku.
 • Sjónvarpsþjónusta er útveguð í gegnum kerfi Símans. Skilmálar þessir ná til hvers og eins viðskiptavinar Sýnar sem óskað hefur eftir aðgangi að Sjónvarpþjónustu (hér eftir nefndur viðskiptavinur). Skilmálar þessir gilda frá og með 1. apríl 2015.
 • Sjónvarpsþjónusta er aðgengileg viðskiptavinum Sýnar í DSL-þjónustu og Ljósneti, á svæðum þar sem því verður við komið. Aðgangur að Sjónvarpsþjónustu gerir viðskiptavini kleift að nálgast sjónvarpsefni sem efnisveitur bjóða. Sjónvarpsþjónusta er á kerfum sjónvarpsþjónustu Símans sem sendir sjónvarpsmerki um gagnatengingar og veitir viðskiptavinum aðgang að henni í símainntökum.Framboð efnis er háð svæðum og samningum við efnisveitur.
 • Sýn ábyrgist gæði myndmerkisins í símainntaki hússins. Sýn ábyrgist rétta virkni áskriftarbúnaðar. Notandi skal þó á sinn kostnað koma áskriftarbúnaði sem þarfnast viðgerðar til næstu verslunar fyrirtækisins. Notanda skal þá fenginn annar áskriftarbúnaður í stað þess bilaða, meðan á viðgerð stendur.
 • Innanhússlagnir eru í höndum húseigenda og á ábyrgð þeirra. Sýn ábyrgist því ekki gæði myndmerkisins við sjónvarp eða þjónustuna að öðru leyti en greinir hér að ofan. Sýn ábyrgist ekki að notandi hafi alltaf jafnan aðgang að sjónvarpsþjónustu. Ófyrirsjáanlegir atburðir geta leitt til þess að notandi missi aðgang að þjónustunni. Sýn ber ekki ábyrgð á því þótt samband rofni um stund en mun þó leitast við að koma sambandi á að nýju án ástæðulauss dráttar. Sýn ber ekki ábyrgð á því verði rof á tengingu vegna skemmdarverka eða línurofs í híbýlum viðskiptavinar eða hjá þriðja aðila á lögnum.
 • Sýn ábyrgist ekki gæði sjónvarpstengingar brjóti viðskiptavinur gegn ákvæðum þessara skilmála á einn eða annan hátt. Sjónvarpsefni er veitt af þriðja aðila, efnisveitu. Sjónvarpsefni er því alfarið í nafni og á ábyrgð efnisveitu. Sýn ber ekki ábyrgð á innihaldi og útsendingu sjónvarpsefnis.
 • Viðskiptavini er einungis heimilt að tengja við kerfi Sýnar myndlykil og/eða annan endabúnað sem er í eigu Sýnar og sérstaklega gerður til notkunar á Sjónvarpsþjónustu.
 • Sýn afhendir viðskiptavini áskriftarbúnað sem samanstendur af myndlykli, fjarstýringu og tengisnúrum gegn greiðslu samkvæmt verðskrá hverju sinni.
 • Áskriftarbúnaðurinn er eign Sýnar en viðskiptavinur greiðir fyrir afnot búnaðarins samkvæmt gjaldskrá Sýnar. Sýn getur án fyrirvara krafið viðskiptavin um áskriftarbúnað til skoðunar, enda fái viðskiptavinur annan samsvarandi búnað á meðan skoðun stendur.
 • Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllu tjóni á þeim búnaði sem Sýn lætur honum í té. Viðskiptavinur skal greiða allan kostnað vegna viðgerða á búnaði sem stafar af rangri eða slæmri meðferð á honum, í samræmi við reikning Sýnar. Eyðileggist eða glatist áskriftarbúnaður í vörslum viðskiptavinar ber honum að greiða Sýn kostnaðarverð nýs búnaðar eins og það er á hverjum tíma. Greiðsla vegna ónýts eða glataðs búnaðar rýrir ekki eignarrétt Sýnar að búnaðinum. Viðskiptavini er óheimilt að taka áskriftarbúnaðinn í sundur eða stuðla að nokkrum breytingum á hugbúnaði sem honum tilheyrir.
 • Áskriftarbúnaðurinn er einungis ætlaður viðskiptavini. Honum er óheimilt að leyfa öðrum afnot af honum með því að leigja hann, selja eða láta af hendi með öðrum hætti. Notkun á áskriftarbúnaði utan heimilis viðskiptavinar er óheimil. Sýn ábyrgist ekki að búnaður virki annars staðar en á upphaflegu heimili viðskiptavinar, t.d. eftir búferlaflutninga.
 • Aukamyndlykla má aðeins nota á sama heimili og aðalmyndlykil. Sé aukamyndlykill notaður utan heimilis má innheimta fullt áskriftargjald fyrir hann frá upphafi skráningar. Á meðan myndlykill er í vörslum viðskiptavinar ber honum að hlíta skilmálum efnisveitna, skilmálum Sjónvarpsþjónustu og standa í skilum með greiðslur samkvæmt verðskrá Sýnar hverju sinni.
 • Við uppsögn á Sjónvarpsþjónustu ber viðskiptavini að skila áskriftarbúnaði. Á meðan viðskiptavinur hefur áskriftarbúnað undir höndum greiðir hann að lágmarki fyrir grunnáskrift þjónustunnar samkvæmt verðskrá hverju sinni, hvort sem myndlykillinn er nýttur til sjónvarpsmóttöku eða ekki.
 • Brjóti viðskiptavinur gegn skilmálum þessum er Sýn heimilt að stöðva útsendingu til hans án fyrirvara og krefjast tafarlausra skila á áskriftarbúnaðinum og eftir atvikum greiðslu skaðabót.