Stöð 2 & Stöð 2+

Stöð 2 og efnisveitan Stöð 2+. Fréttir, íslenskar þáttaraðir og fjölbreytt afþreying frá Stöð 2. Stöð 2+ inniheldur yfir 1000 kvikmyndir, 450 þáttaraðir og yfir 600 klst af talsettu barnaefni. Nýtt efni daglega.

Sjá meira

Vinsælt á Stöð 2

Í kvöld er gigg

Föstudaga

Frábærir tónlistarþættir með Ingó veðurguði sem syngur í gegnum íslenska tónlistarsögu með skemmtilegasta fólki landsins.

Sjá Sýnishorn

Leitin

Sigrún Ósk heimsækir nokkra af þeim viðmælendum sem leyfðu þjóðinni að fylgjast með leit sinni að upprunanum og ræðir við þau um upplifun þeirra. Hvað hefur drifið á daga þeirra frá því þau fundu blóðskylda ættingja sína? Sigrún Ósk færir okkur líka sögur fólks sem tóku þá ákvörðun að hefja sjálf upprunaleit eftir að hafa fylgst með þáttunum. Magnaðar sögur sem láta engan ósnortinn.

Sjá Sýnishorn

Draumaheimilið

Draumaheimilið er ný þáttaröð þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skuli kaupa. Hugrún Halldórsdóttir fylgir eftir kaupendum á meðan ferlinu vindur fram auk þess að fá góð ráð frá iðnaðarmönnum um viðhald fasteigna.

Sjá Sýnishorn

BBQ kóngurinn

Alfreð Fannar Björnsson heldur áfram að reiða fram girnilega grillrétti og lætur vetrarkuldann ekki stoppa sig. Eins og áður er hann staddur í sínu náttúrulega umhverfi eða á pallinum heima hjá sér í Grindavík og nú ætlar hann að reiða fram rjúkandi góðar grillveislur ásamt gómsætu meðlæti sem svíkur engan!

Sjá Sýnishorn

Horfðu hvar og hvenær sem er

Nú getur þú horft á Stöð 2 hvar og hvenær sem er með Stöð 2 appinu. Appið er aðgengilegt fyrir Android og iOS síma.