Pepsi Max deildin

Pepsi Max deild karla og kvenna í allt sumar á Stöð 2 Sport

Sjá meira

Vandað sjónvarpsefni á Stöð 2

Blindur bakstur

Laugardaga

Stórskemmtilegir nýir þættir þar sem Eva Laufey fær til sín góða gesti sem ætla að keppa í kökubakstri. Eva er með ákveðna uppskrift sem keppendur þurfa að fylgja frá upphafi til enda í blindni.

Sjá Sýnishorn

Stofuhiti

Fimmtudaga

Í fjórum þáttum fer Bergur Ebbi yfir samtímamálefni í fyrirlestrarformi og setur þau í óvænt samhengi. Þættirnir eru meðal annars byggðir á bókum Bergs Ebba Stofuhita og Skjáskoti. Nýr þáttur vikulega á Stöð 2+

Heimsókn

Miðvikudaga

Ný þáttaröð með Sindra Sindrasyni en fyrsti þátturinn verður númer 150 í röðinni hvorki meira né minna. Eins og áður sjáum við hús tekin í gegn, förum til útlanda og hittum skemmtilegt fólk sem segir frá fallegum heimilum sínum bæði stórum og smáum.

Sjá Sýnishorn

Ofsóknir

Mánudaga

Dæmi eru um að íslenskar konur hafi mátt sæta ofsóknum svo árum skiptir. Úrræðaleysi einkennir aðstöðu kvennanna sem eru á valdi eltihrella óafvitandi hvað næsti dagur muni bera í skauti sér. Ofsóknir eru sláandi þættir í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur þar sem rætt er við konurnar og sérfræðinga sem reyna að greina hegðun þeirra sem hrella.

Sjá Sýnishorn

Stærsta efnisveita landsins með íslenskt sjónvarpsefni

Stöð 2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt sjónvarpsefni og þú horfir hvar og hvenær sem þú vilt. Þúsundir klukkustunda af kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og talsettu barnaefni fyrir alla fjölskylduna. Nýtt efni bætist við daglega og þú getur byrjað að horfa strax!