Sex and the City á Stöð 2 Maraþon

Áhrifamesti vinkonuhópur allra tíma er kominn á Stöð 2 Maraþon. Nú getur þú horft á allar þáttaraðirnar af Sex and the City og fylgst með stórkostlegum áskorunum þessara sterku, sjálfstæðu og einstöku kvenna frá upphafi í þessum tímamóta þáttaröðum.

Tryggðu þér áskrift

Vinsælt á Stöð 2

Steinda Con

Alla föstudaga

Sprenghlægileg þáttaröð þar sem við fylgjumst með Steinda og skemmtilegum ferðafélögum hans heimsækja margar af skrítnustu, skemmtilegustu og furðulegustu hátíðum sem haldnar eru víðsvegar um heiminn.

Sjá Sýnishorn

Föstudagskvöld með Gumma Ben og Sóla

Alla föstudaga

Þeir eru mættir aftur félagarnir Gummi Ben og Sóli og lofa að sjálfsögðu óvæntum uppákomum ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti. Ekki missa af fjörugum föstudagskvöldum á Stöð 2.

Heimsókn

Alla miðvikudaga

Einn af vinsælustu þáttum Stöðvar 2, Heimsókn snýr aftur á Stöð 2. Sindri Sindrason lítur inn hjá íslenskum fagurkerum, sem hafa einstakan áhuga fyrir heimili sínu og húsmunum.

Nostalgía

Hefst í sýningu: 1. mars 2020

Júlíana Sara er með króníska nostalgíu og ætlar að fá útrás fyrir henni með því að gramsa í gömlum íslenskum sjónvarpsþáttum. Áhugavert verður að sjá hvaða perlur hún rekst á en meðal efnis sem hún tekur fyrir er t.d. Idol Stjörnuleit, Ástarfleyið og Bandið hans Bubba.

Homeland

Hefst í sýningu: 16. febrúar 2020

Áttunda og jafnframt lokaþáttaröð þessarra mögnuðu spennuþátta þar sem við höldum áfram að fylgjast með Carrie Mathieson, fyrrverandi starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar sem berst gegn mismunun og óréttlæti víðsvegar um heim.

Sjá Sýnishorn

The Outsider

Alla mánudaga

Spennuþáttaröð frá HBO sem er byggð á metsölubók eftir Stephen King. Þegar ungur drengur er myrtur á hrottalegan hátt fer af stað rannsókn sem í fyrstu virðist borðleggjandi. Þegar líður á rannsóknina fara hins vegar dularfullir atburðir að gerast sem setur allt í uppnám og rannsakendur málsins verða vitni að yfirnáttúrulegum atburðum.

Sjá Sýnishorn

Grey's Anatomy

Alla miðvikudaga

Sextánda þáttaröð þessa vinsæla dramaþáttar um lífið á Grey Sloan Memorial spítalanum í Seattle-borg þar sem skurðlækninn Meredith Grey og samstarfsfélagar hennar þurfa daglega að taka ákvarðanir upp á líf og dauða.

Sjá Sýnishorn

Deadwater fell

Hefst í sýningu: 1. mars 2020

Breskir spennuþættir í hæsta gæðaflokki með David Tennant í aðalhlutverki. Þegar Tom Kendrick missir fjölskyldu sína í skelfilegum eldsvoða vakna grunsemdir um upptök eldsins. Í kjölfarið myndast mikil spenna og tortryggni og allir virðast hafa eitthvað að fela í því sem áður virtist friðsælt samfélag.

Horfðu hvar og hvenær sem er

Nú getur þú horft á Stöð 2 hvar og hvenær sem er með Stöð 2 appinu. Appið er aðgengilegt fyrir Android og iOS síma.