Stöð 2 Maraþon

Stærsta efnisveita landsins með íslenskt sjónvarpsefni og þú horfir hvar og hvenær sem þú vilt.

Fá aðgang í dag

Vinsælt á Stöð 2

Föstudagskvöld með Gumma Ben og Sóla

Hefst í sýningu: 6. nóvember 2020

Snillingarnir Gummi Ben og Sóli Hólm taka á móti skemmtilegum gestum í beinni útsendingu og bjóða upp á alls kyns uppákomur í fjölbreyttum skemmtiþætti fyrir alla fjölskylduna.

Sjá Sýnishorn

Ummerki

Hefst í sýningu: 8. nóvember 2020

Þættir í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur sem fjalla um íslensk sakamál og hvernig rannsókn þeirra er háttað. Farið er í gegnum öll stig rannsóknarinnar, allt frá fyrstu viðbrögðum yfir í uppkvaðningu dóms í réttarsal. Rannsóknargögn eru skoðuð kyrfilega og nýjar og áður óbirtar upplýsingar dregnar upp á yfirborðið.

Sjá Sýnishorn

Eurogarðurinn

Sunnudaga

Ný íslensk gamanþáttaröð sem gerist í Húsdýragarðinum og fjallar um starfsmennina og glæstar framtíðarhugmyndir eigandans um að ná garðinum upp í sömu stærðargráðu og Disney World.

Sjá Sýnishorn

Kviss

Laugardaga

Stórskemmtilegur spurningaþáttur í umsjón uppistandarans og sjónvarpsmannsins Björns Braga þar sem þekktir Íslendingar keppa fyrir hönd íþróttafélaganna sem þeir styðja.

Sjá Sýnishorn

Horfðu hvar og hvenær sem er

Nú getur þú horft á Stöð 2 hvar og hvenær sem er með Stöð 2 appinu. Appið er aðgengilegt fyrir Android og iOS síma.