Tilkynningar

Breytingar á vöruframboði 1. nóvember 2019 Fyrirhugaðar eru breytingar á vörum hjá Stöð 2 frá og með 1. nóvember 2019.

Aukið efnisframboð í Stöð 2 Maraþon Áskriftarveitan Stöð 2 Maraþon er sífellt að styrkjast og efnisframboð að aukast. Mikið hefur verið lagt upp við að halda áfram stöðugri þróun á Stöð 2 Maraþon og er efni bætt þar inn vikulega. Á haustmánuðum munum við svo styrkja efnisframboðið verulega og verður það tilkynnt betur síðar.

Í Stöð 2 Maraþon geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar eru tæplega 900 kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna. Einnig eru yfir 250 þáttaraðir í Stöð 2 Maraþon, þar af eru 100 íslenskar þáttaraðir sem Stöð 2 hefur framleitt í gegnum tíðina og 30 erlendar þáttaraðir frá HBO.

Í Stöð 2 Maraþon hefur einnig komið inn þættir sem eru sýndir í línulegri dagskrá eins og t.d Óminni og GYM. Þá koma þættirnir inn á Stöð 2 Maraþon á sama tíma og þeir eru sýndir á Stöð 2. Það hefur vakið mikla lukku hjá okkar viðskiptavinum og munum við halda því áfram í framtíðinni.

Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um verðbreytingarnar.

 1. júlí 2019 Breytingar á vöruframboði 1. ágúst 2019 Fyrirhugaðar eru breytingum á vörum hjá Sýn frá og með 1. ágúst 2019.

Lækkun á Sport- og Risapakkanum Í dag, 1. júlí, lækkar verð á Sport- og Risapakkanum. Sportpakkinn lækkar úr 12.990 kr í 7.990 kr og Risapakkinn lækkar úr 20.990 kr í 18.990 kr.

Það er nóg um að vera í Sportpakkanum í sumar, þar ber helst að nefna Pepsi Max deild karla og kvenna, Inkasso deild karla og kvenna, Mjólkurbikarinn, Suður Ameríku keppninni og Formúla 1. Ásamt því vorum við nýlega að bæta Stöð 2 Golf í Sportpakkann, það ætti því allir að finna eitthvað við sitt hæfi í sumar.

Heima er best! Viðskiptavinum stendur til boða að sameina fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu heimilisins á enn betri kjörum með Heima. Með Heima geta viðskiptavinir valið sér sjónvarpsáskrift og fengið fjarskiptaþjónusturnar á frábærum kjörum. Fjarskiptaþjónusturnar sem eru innifaldar í Heima eru ótakmarkað 1000 Mb/s Internet, leiga á endabúnaði, ótakmarkaður heimasími og Samsung ofur háskerpu myndlykill. Auk þess fá viðskiptavinir í Heima 10x meira gagnamagn í farsímann. Kynntu þér þau frábæru kjör sem boðið er upp á í Heima hér.

Fjölvarp Nýtt vöruframboð Fjölvarps fór nýverið í sölu hjá okkur og þar kynntum við til leiks þrjá frábæra Fjölvarpspakka. Nýju pakkarnir eru stútfullir af erlendum stöðvum og bjóða upp á fjölbreytt efni fyrir alla fjölskylduna, það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Kynntu þér vöruframboð Fjölvarps hér.

Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um verðbreytingarnar.

 1. apríl 2019 Fyrirhugaðar eru breytingar á vörum og verðskrá hjá Sýn frá og með 1. maí 2019.

Sjónvarpsþjónusta Nokkrar breytingar ferða á vöruframboði Fjölvarpsins, þar sem erldri áskriftapakkar hætta í dreifingu og nýtt vöruframboð með þremur frábærum pökkum tekur við. Viðskiptavinir fá sjálfvirkan flutning í nýju pakkana.

Golfstöðin kemur inn í Sportpakkann Viðskiptavinir í Sportpakkanum fá Golfstöðina innifalið með áskrift sinni.

Fjölgun landa í Ferðapakkanum Löndum í Ferðapakkanum fjölgar úr 36 í 42 lönd. Við bætast: Hong Kong, Serbía, Singapúr, Sameinuðu Arabísku furstadæmin, Hvíta Rússland og Malasía.

2 GB innifalin í Krakkakorti Viðskiptavinir í völdum farsímaleiðum geta bætt við sig Krakkakorti fyrir 0kr á mánuði fyrir afkvæmi sín upp á 25 ára aldri. Þessi númer fá 2 GB gagnamagnsáfyllingu í hverjum mánuði.

Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um verðbreytingarnar

 1. nóvember 2018 Verðbreytingar hjá Sýn 1. nóvember 2018

Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um verðbreytingarnar 10x meira gagnamagn innifalið í farsímanum Nýverið hleyptum við af stokkunum nýjung í farsímaáskriftinni okkar þar sem viðskiptavinir í Heima geta nú fengið 10x meira gagnamagn í farsímaáskriftinni sinni. Innifalið í farsímaáskriftinni eru gagna- og krakkakort, þar sem viðskiptavinir geta bætt SIM kortum fyrir börn sín og tengd tæki og deilt gagnamagni farsímans.

Fyrsti áfangi 5G kerfis á Íslandi kominn í loftið og efling 4G kerfisins Í sumar gangsetti Sýn fyrstu sendana sem byggja á fimmtu kynslóð farsímakerfa, 5G. Um er að ræða svokallaða léttbandstækni eða Narrowband IoT sem er hönnuð sérstaklega með samskipti tækja í huga. Samhliða hefur 4G netið verð stækkað og eflt síðustu mánuði.

Kveiktu á gleðinni í vetur Í september hófust sýningar á Suður-Ameríska draumnum, Fósturbörnum og þáttaröðunum Nýja Ísland, Um land allt og Margra barna mæður.

Erlenda dagskráin er ekki af verri endanum en nýju þáttaraðirnar Manifest, Magnum PI, Mr. Mercedes og Counterpart eru á dagskrá Stöðvar 2 í haust og auk gamalla kunningja s.s. Greys's Anatomy, Shameless og Modern Family.

Nýja Stöðvar 2 appið fyrir Apple TV og vafra Stöðvar 2 appið var kynnt í mánuðinum og kemur það í stað Vodafone PLAY sjónvarpsappsins sem hefur verið í boði fyrir alla landsmenn síðustu árin.

Áfram verður hægt að varpa straumum yfir AirPlay og Chromecast fyrir þá sem eru með tæki sem styðja slíkt.

Í mánuðinum bættust við tvær nýjar dreifileiðir fyrir viðskiptavini okkar, þegar við kynntum til leiks útgáfu fyrir AppleTV og vafraútgáfu á slóðinni sjonvarp.stod2.is.

Á þeim vef er hægt að njóta alls þess sama efnis og er í boði í gegnum símtækin og AppleTV.

Stóraukin notkun og efnisframboð Við höfum séð mikinn vöxt í notkun á sjónvarpsöppunum okkar síðustu misserin. Á þessu ári hefur virkum notendum fjölgað um helming sem og notkun á appinu margfaldast.

Við sjáum mikla aukningu í notkun á áskriftarveitunum Stöð 2 Maraþon og Hopster auk þess sem notkun á útsendingum sjónvarpsstöðva hefur vaxið ört. Við höfum því samhliða þessari aukningu verið að auka jafnt og þétt við efnisframboðið í appinu, bæði með ólínulegu efni og fjölgun sjónvarpsstöðva.

Fyrir skemmstu var framboð aukið og er nú hægt að horfa á 20 stöðvar í sjónvarpsappinu: 7 erlendar stöðvar (DR1, BBC Brit, BBC Earth, Discovery og BBC World News) og 13 innlendar stöðvar (RÚV HD, Stöð 2 HD, Stöð 3, Stöð 2 Bíó, Stöð 2 Krakkar, Sjónvarp Símans, N4 HD, Hringbraut, RÚV 2 HD, Golfstöðina HD, Stöð 2 Sport HD, Stöð 2 Sport 2 HD, Stöð 2 Sport 3 HD og Stöð 2 Sport 4 HD). Við höfum einnig aukið efnisframboð í áskriftarveitunum Stöð 2 Maraþon og Hopster, auk þess að bjóða Frelsi Stöðvar 2, Stöðvar 3, Stöð 2 Sport og RÚV í allt að 28 daga. Á sama tíma höfum við unnið hörðum höndum að því að fjölga leiðum sem hægt er að njóta þessa efnis.

Gengisþróun og verðbólga Frá því í júlí hefur gengi krónunnar veikst um 11% og gengi helstu viðskiptagjaldmiðla styrkst enn frekar, sem dæmi hefur veiking gagnvart Evru verið um 13% á þessu tímabili.

Aukinheldur hefur verðbólga verið á bilinu 2.28 – 2.74% á þessu sama tímabili sem endurspeglast í þeim verðbreytingum sem nú eru tilkynntar.

Fyrirtækjaþjónusta Breytingar á verðskrá fyrirtækja má nálgast hjá fyrirtækjaþjónustu á netfanginu firma@vodafone.is eða í síma 599 9500.

 1. júlí 2018 Fyrirhugaðar eru verðbreytingar á þjónustu 365 frá og Stöð 2 frá og með 1. júlí 2018.

Kveiktu á gleðinni - Nýtt upphaf í efnisframboði Neytendur njóta ávinnings af samruna Vodafone og 365 með skýrum hætti í nýju vöruframboði sameinaðs félags. Stök áskrift að Stöð 2 Sport er nú í boði á 9.990 kr. og Sportpakkinn á 11.990 kr. í stað 14.990 kr. Áður var einungis hægt að fá aðgengi að íþróttaefni Stöðvar 2 í gegnum Sportpakkann á 14.990 kr. Streymisveitan Stöð 2 Maraþon hefur stækkað og verð lækkað í 1.990 kr. úr 2.990 kr. sem er orðið samkeppnishæft við erlendar streymisveitur. Skemmtipakkinn hefur stækkað með miklu magni af ólínulegu efni fyrir alla fjölskylduna án þess að verð hafi tekið breytingum. Einnig hefur stök áskrift að Stöð 2 lækkað í 6.990 kr. í stað 8.990 kr. áður.

Heima Samhliða breytingum að efnispökkum stendur viðskiptavinum Vodafone og Stöðvar 2 til boða að sameina fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu heimilisins á enn betri kjörum en áður með tilkomu Heima. Verð á Heima er frá 12.990 þar sem innifalið er Stöð 2 Maraþon, ótakmarkað 1000 megabita Internet, leiga á endabúnaði, ótakmarkaður heimasími og Samsung ofur-háskerpumyndlykill.

Ný kynslóð myndlykla Í maí mánuði kynnti Vodafone til leiks nýja kynslóð ofur-háskerpumyndlykla sem framleiddir eru af raftækjarisanum Samsung. Myndlykillinn er margfallt hraðvirkari og snarpari en fyrri kynslóð sem og besti myndgæði sem bjóðast á markaðnum. Þessi myndlykill stendur viðskiptavinum Vodafone til boða á sama mánaðargjaldi og fyrri kynslóð myndlykla.

Nánari útlistun á verðbreytingum má sjá hér

 1. maí 2018 Verðbreytingar á internetþjónustu Fyrirhugaðar eru verðbreytingar á þjónustu 365 frá og með 1. júní 2018. Gerðar hafa verið talsverðar breytingar á völdum sjónvarpspökkum nýverið og vill félagið hvetja viðskiptavini sína til þess að kynna sér þær breytingar hér á stod2.is.

Internet Ótakmarkað fer úr 6.290 kr. í 6.490 kr. Internet 50 GB fer úr 3.500 kr. í 3.790 kr. Leiga á netbeini fer úr 690 kr. í 850 kr.

 1. mars 2018 Verðbreyting á Aðgangsgjaldi Fyrirhugaðar eru verðbreytingar á þjónustum 365 frá og með 1. maí 2018. Gagnaveita Reykjavíkur tilkynnti í mars mánuði breytingar á gjaldskrá aðgangsjalds frá og með 1. maí og vill 365 jafnframt benda viðskiptavinum á þessa breytingu. Aðgansgjald Ljósleiðara Gagnaveitur Reykjavíkur hefur verið 2.999 kr. fram til þessa en verður 3.190 kr. frá og með 1. maí næstkomandi.

Aðgangsveitur innheimta ýmist þetta gjald sjálf eða fela fjarskiptafélögum að sjá um innheimtu. Aðgangsgjald innheimt af 365 tekur einnig breytingum og verður 3.190 kr.- frá og með 1. maí næstkomandi.

Verðbreyting á tilboðspökkum sem innihalda Endalaust Internet Frá 1. maí 2018 munu sjónvarps- og tilboðspakkar 365 breytast með eftirfarandi hætti,

• Stóripakkinn fer úr 19.490 kr. í 19.990 kr. • Skemmtipakkinn og Endalaust Internet fer úr 10.990 kr. í 11.990 kr. • Stóripakkinn og Endalaust Internet fer úr 20.490 kr. í 21.990 kr. • Skemmtipakkinn og Endalaust Internet (12 mán binding) fer úr 9.990 kr. í 10.990 kr. • Stóripakkin og Endalaust Internet (12 mán binding) fer úr 17.490 kr. í 18.990 kr.

 1. desember 2017 Tilkynning til viðskiptavina 365 vegna breytinga á kröfuhafa Nú hafa runnið saman tvö öflug fyrirtæki á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði, Vodafone og 365. Saman mynda þau eitt öflugt fyrirtæki sem mun kappkosta að bjóða viðskiptavinum sínum fjölbreytt framboð vöru og þjónustu á sem bestum kjörum.

Við ætlum að vanda til verka við sameiningu fyrirtækjanna. Viðskiptavinir munu því halda óbreyttum þjónustum fyrst um sinn en kröfur verða framvegis sendar í nafni Fjarskipta hf. (kt. 470905-1740) í stað 365 áður. Viðskiptavinir 365 munu auk þess áfram sækja aðstoð og þjónustu til 365.

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá endilega hafðu samband við okkur í síma 1817 eða á netfangið reikningar@365.is.

Það eru spennandi tímar framundan! Vertu með.

 1. júlí 2017 Verðbreyting á dreifingargjaldi Frá og með 1. ágúst næstkomandi mun dreifingakostnaður hækka úr 1.665 kr. í 1.890 kr. fyrir Digital Ísland myndlykla, og úr 490 kr. í 690 kr fyrir IP myndlykla. Einnig mun sjónvarpsáskrift á aukamyndlykil hækka úr 755 kr. í 890 kr
 1. júní 2017 Fréttatilkynning vegna reikisamninga á EES svæðinu Reiki – Roam like at home hjá 365 Miðlum

Frá og með deginum í dag geta viðskiptavinir 365 miðla reikað um á EES svæðinu en Evrópusambandið hefur unnið að „Roame like at home“ regluverki í nokkurn tíma sem skilar sér í nýju viðmóti gagnvart neytendum.

Reiki þýðir að viðskiptavinur 365 miðla notar farsímaáskrift sína rétt eins og hann gerir hér heima. Ekkert aukagjald er á mínútur, SMS eða gagnamagn umfram þá áskriftarleið sem viðskiptavinur 365 miðla hefur valið sér. Hér er um töluverða kjarabót að ræða hjá viðskiptavinum í þeim löndum þar sem reikið nær til.

Ekki er lengur nauðsynlegt að skrá sig sérstaklega í ferðapakka eða fylgjast með aukagjöldum við notkun. Skráning á reiki gerist sjálfkrafa þegar notandinn kveikir á símanum í viðkomandi landi. Þeir sem huga að ferðalagi til Evrópu á næstunni og eru óvissir um hvernig reiki virkar er velkomið að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 1817.

 1. júní 2017 Skilmála og verðbreyting á Endalaust GSM Frá og með 1. júlí næstkomandi taka gildi breytingar á skilmálum Endalaust GSM. Breytingin felur í sér notendur sem fara yfir 30 GB greiða kr. 2.500 fyrir 20 GB. Samtals hámark gagnamagns verður 50 GB að meðtöldu inniföldu gagnamagni.

Verðbreytingar í eftirfarandi leiðum: Leið 1 (0GB) hækkar úr 790 kr. í 860 kr. Leið 2 (1GB) hækkar úr 1.1680 kr. í 1.790 kr. Leið 3 (5GB) hækkar úr 2.680 kr. í 2.890 kr. Leið 4 (30GB) hækkar úr 3.490 kr. í 3.780 kr. Sértilboð (11GB og endalaust tal) hækkar úr 2.390 kr. í 2.590 kr. Nánari upplýsingar um valkosti og verð á GSM áskriftarleiðum má finna hér.

Verðbreyting á heimasíma 365 Frá og með 1. júlí næstkomandi hækkar verð á áskriftarleiðinni Endalaus heimasími. Mánaðarlegt verð hækkar úr 2.490 kr. í 2.790 kr. Verð á Endalaus Heimasími í Heimasíma hækkar úr 1.490 kr. í 1.690 kr. Nánari upplýsingar um valkosti og verð á áskriftarleiðum má finna hér.

Verðbreyting á interneti 365 Frá og með 1.júlí næstkomandi mun verð á Endalausu Interneti hækka úr 5.850 kr. í 6.290 kr.. Nánari upplýsingar um valkosti og verð á áskriftarleiðum má finna hér.

 1. desember 2016 Öflug tækniþróun og samkeppnishæf verð hjá 365 Verðbreytingar hjá 365 þann 01.janúar 2017

Á árinu 2016 hefur 365 kynnt til leiks úrval nýrra leiða til að viðskiptavinir geti notið vandaðrar afþreyingar hvar og hvenær á sem fullkomnastan hátt. Þar má nefna Sjónvarp 365 í Apple TV, nýju streymisveituna Stöð 2 Maraþon NOW og Vefsjónvarp 365.

Með Sjónvarp 365 appinu geta viðskiptavinir 365 nú nálgast efni án mánaðarlegs kostnaðar vegna myndlykils. Með þessum nýja valkosti geta viðskiptavinir sparað tugi þúsunda á ári. Streymisveitan Stöð 2 Maraþon NOW býður upp á heilan heim af skemmtun með fjölda vandaðra íslenskra þáttaraða, margverðlaunað sjónvarpsefni frá HBO, talsett barnaefni, frábærar erlendar þáttaraðir, magnaðar kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna, áhugavert heimildarefni, matreiðsluþættir, tónleikar og ótal margt fleira á afar hagstæðu verði, aðeins 2990 kr á mánuði. Með Vefsjónvarpi 365 geta áskrifendur notið úrvals afþreyingar í tölvu eða snjalltæki hvar og hvenær sem er.

Vegna aukins kostnaðar við dreifingu sjónvarpsefnis 365 í gegnum IPTV myndlykla mun 365 hefja innheimtu á sérstöku dreifigjaldi hjá þeim viðskiptavinum sem eru með IPTV myndlykla frá Símanum, Vodafone og 365. Nýtt mánaðarlegt gjald vegna IPTV dreifingarinnar verður 490kr. Einungis er eitt dreifigjald innheimt á hvert heimili þ.e ekki er innheimt gjald fyrir auka myndlykla.

Við bendum viðskiptavinum okkar einnig á að ekki er innheimt aukagjald á dreifileiðum yfir internetið þar má nefna: Sjónvarp 365 appið, Stöð 2 Maraþon NOW, Sjónvarp Símans appið og Vodafone PLAY appið, AppleTV eða Vefsjónvarp 365.

Frá og með 1. janúar næstkomandi hækkar einnig verð á áskriftarleiðinni Endalaus GSM + 30GB, verð áskriftarinnar hækkar úr 2.990 kr. í 3.490 kr sem telst afar samkeppnishæft verð ef gerður er verð samanburður á sambærilegum leiðum hjá samkeppnisaðilum. Verð á öðrum leiðum haldast óbreytt en allar eiga þær sameiginlegt að innihalda endalaus símtöl og sms óháð fjarskiptafyrirtæki. Viðskiptavinir geta síðan valið sér gagnamagnspakka sem hentar hverjum og einum. Hægt er að kynna sér þessar áskriftarleiðir í farsímaþjónustu hér.

 1. ágúst 2016 Skilmálabreytingar á Endalaust GSM Frá og með 1. september næstkomandi taka gildi breytingar á skilmálum Endalaust GSM. Breytingin felur í sér að þak verður sett á gagnanotkun notenda við 30 GB. Notendur sem fara yfir 30 GB greiða kr. 2.000 og hækka þakkið upp í 100 GB. Nánari upplýsingar um valkosti og verð á GSM áskriftarleiðum má finna hér.

Verðbreyting á heimasíma 365 Frá og með 1. September næstkomandi hækkar verð á áskriftarleiðinni Endalaus heimasími. Mánaðarlegt verð hækkar út 1.990 kr. í 2.490 kr. Nánari upplýsingar um valkosti og verð á áskriftarleiðum má finna hér.

 1. júní 2016 Breytingar á vöruframboði í Interneti Þann 1.júní 2016 mun 365 lækka verð til viðskiptavina á Endalausu Interneti í 5.850 kr. Viðskiptavinir með sjónvarpspakka fá að sjálfsögðu áfram Endalaust net á 1.000 kr. með stærri pökkum og 3.500 kr. með minni pökkum. Með nýju og frábæru verði á Endalausu Interneti mun 20GB ekki vera á 0 kr. eins og áður með gömlum leiðum.
 1. maí 2016 Sumaropnun Frá og með 16.maí verður sumaropnun hjá þjónustunúmeri okkar 1817 stytt í eftirfarandi:

Virkir dagar: 09:00 – 20:00 Helgar: 12:00 – 18:00

Haust og vetraropnun hefst svo að nýju um miðjan ágúst.

Einnig mun móttaka okkar í Skaftahlíð loka á laugardögum, en opið verður eins og áður á virkum dögum frá 09:00 – 18:00.

 1. apríl 2016 Stöð 3 og Gullstöðin sameinast Frá og með næstu mánaðamótum munu Stöð 3 og Gullstöðin sameinast undir merkjum Stöðvar 3. Sameinuð stöð mun halda áfram að senda út nýtt og vandað efni í bland við gamalt og gott.
 1. apríl 2016 TCM dettur út úr fjölvarps- og Risapakka Frá og með 1. júní mun sjónvarpsstöðin TCM detta út úr fjölvarps- og Risapakka.
 1. mars 2016 Verðreytingar í upplýsinganúmer Þann 1.apríl næstkomandi mun 1819 hækka verð sín vegna símtala í þjónustunúmer sitt. Þar af leiðandi mun 365 hækka verð vegna símtala í 1819, verðbreytingar má sjá hér að neðan.

1819

Heimasími Verðskrá 1819: Álagning 365: Heildarverð: Upphafsgjald 128 kr. 10 kr. 138 kr. Mínútuverð 119 kr. 20 kr. 139 kr.

GSM Verðskrá 1819: Álagning 365: Heildarverð: Upphafsgjald 128 kr. 10 kr. 138 kr. Mínútuverð 119 kr. 20 kr. 139 kr.

*Verðskrá 1819 má finna á heimasíðu þeirra hér

 1. febrúar 2016 Verð- og þjónustubreytingar 365 kynnir nýtt vöruframboð í fjarskiptum frá og með 1. febrúar 2016. Mikið kapp er lagt í að efla þjónustu til viðskiptavina og er einn liður í því að samræma fyrri áskriftarleiðir viðskiptavina 365 og Tals. Með breyttu notkunarmynstri gerir markaðurinn kröfur á breyttar áskriftarleiðir. 365 býður upp á eina áskriftarleið í GSM, eina í heimasíma og eina í interneti. Áskriftarleiðirnar eiga allar það sameiginlegt að innihalda endalausa notkun.

365 breytir verði 1. mars nk. Á móti munu viðskiptavinir í völdum tilboðspökkum fá Endalaust Internet frá aðeins 1.000 kr. á mánuði sem og að Sjónvarp 365 appið fylgir með á 0 kr. Með Sjónvarpi 365 appinu er hægt að horfa á sjónvarpsdagskrána hvar og hvenær sem er m.a. í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur.

Verð á GSM áskriftaleiðum lækkar um allt að 50% sem og að nýja GSM leiðin inniheldur endalaust gagnamagn sem ekki hefur verið í boði áður á íslenskum markaði. Nánari útlistun á nýju vöruframboði í fjarskiptum má finna hér að neðan.

365 leggur mikið kapp á að bæta þjónustu til viðskiptavina og hvetur alla til að kynna sér breytt verð- og vöruframboð. Allar ábendingar eru vel þegnar og ekki hika við að hafa samband við starfsmenn okkar í síma 1817 eða í gegnum heimasíðu 365.is.

Internet Nýtt vöruframboð Til að samræma fyrri áskriftarleiðir viðskiptavina 365 og Tals kynnum við nýja áskriftarleið í interneti sem nefnist Endalaust Internet. Nýja áskriftarleiðin er einföld, áhyggjulaus og felur í sér aukið virði fyrir viðskiptavini. Allir viðskiptavinir eru með endalaust internet, innlent, erlent, upp- og niðurhal. Enginn óvæntur kostnaður fellur til sem gerir viðskiptavinum kleift að vafra á netinu áhyggjulausir.

Nýja internetleiðin Endalaust Internet býður upp á sömu kjör og fyrri leið 365, 20 GB á 0 kr. Ef viðskiptavinur fer ekki yfir 20 GB í mánuðinum greiðir hann 0 kr. fyrir internetáskrift sína þann mánuðinn.

Viðskiptavinir með tilboðspakka 365 býðst internetið á frábærum kjörum. Viðskiptavinir með Skemmtipakkann, Sportpakkann, Stórapakkannn og Risapakkann fá Endalaust Internet á 1.000 kr. á mánuði. Viðskiptavinir með Fjölvarp Veröld og Golfstöðina fá Endalaust Internet á 3.500 kr. á mánuði.

Mánaðarverð fyrir Endalaust Internet er einungis 7.490 kr. á mánuði ef internetið er keypt stakt. Viðskiptavinum 365 býðst nú að fá 500 Mb/s tengingu í gegnum ljósleiðara.

Við hvetjum alla til að kynna sér tilboðspakkana okkar nánar hér.

Breytingar á eldri áskriftarleiðum Þann 1. mars nk. munu allir viðskiptavinir 365 vera færðir yfir í nýju áskriftarleiðina Endalaust Internet. Hægt er að sjá breytt vöruframboð 365 hér og breytingar á eldri leiðum Tals hér.

GSM Nýtt vöruframboð 365 kynnir með stolti nýja áskriftarleið í GSM þar sem einfaldleiki og áhyggjulaus notkun eru höfð að leiðarljósi. Ein þjónustuleið er í boði á frábærum kjörum sem ber heitið Endalaus GSM. Endalaus GSM kostar aðeins 2.990 kr. á mánuði og inniheldur endalaus símtöl og SMS innanlands ásamt endalausu gagnamagni innanlands. 365 er hreykið af því að geta boðið upp á þessa nýung á markaðinn fyrst fjarskiptafyrirtækja. Viðskiptavinir þurfa því einungis að passa upp á farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer, s.s. í upplýsingaveitur og 900 númer. Með tilkomu snjallsíma hefur notkun viðskiptavina tekið miklum breytingum undanfarin ár. Gagnamagnsnotkun hefur aukist til muna og erum við virkilega stolt að geta boðið upp á endalaust gagnamagn í áskriftarleið okkar. Viðskiptavinir geta nú vafrað áhyggjulaust á netinu í GSM símanum sínum.

Breytingar á eldri áskriftarleiðum Þann 1. mars nk. munu allir fyrrum viðskiptavinir Tals vera færðir yfir í nýju áskriftarleiðina Endalaus GSM. Ekki verður breyting hjá viðskiptavinum í eldri áskriftarleiðum 365. Ef viðskiptavinir vilja færa sig yfir í nýju leiðina Endalaus GSM þurfa þeir að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 1817. Hægt er að sjá breytt vöruframboð 365 hér og breytingar á eldri leiðum Tals hér.

Farsímanetið 365 getur státað sig af því að vera á dreifikerfi Símans, sem er stærsta 3G dreifikerfi landsins og býður einnig upp á meiri hraða yfir 4G. Bæði dreifikerfin eru í stöðugri eflingu og nær 4G dreifikerfið nú til 89% landsmanna sem gefur viðskiptavinum tækifæri til enn öflugra sambands.

Heimasími Nýtt vöruframboð Til að samræma fyrri áskriftarleiðir viðskiptavina 365 og Tals kynnum við nýja áskriftarleið í heimasíma sem nefnist Endalaus Heimasími. Nýja áskriftarleiðin er einföld, áhyggjulaus og felur í sér aukið virði fyrir viðskiptavini. Allir viðskiptavinir hringja nú endalaust í alla íslenska heimasíma og GSM síma innanlands og enginn auka kostnaður fellur til vegna upphafsgjalda. Viðskiptavinir þurfa því einungis að passa upp á símtalsnotkun til útlanda og í upplýsinganúmer s.s. í upplýsingaveitur og 900 númer.

Breytingar á eldri áskriftarleiðum Þann 1. mars nk. munu allir viðskiptavinir 365 vera færðir yfir í nýju áskriftarleiðina Endalaus Heimasími. Hægt er að sjá breytt vöruframboð 365 hér og breytingar á eldri leiðum Tals hér.

Sjónvarp Breytt verð- og vöruframboð 365 kynnir breytt vöruframboð með tilboðspökkum frá og með 1. febrúar 2016. Tilboðspökkum 365 verður fækkað um einn er Enskipakkinn hættir og samsetning tilboðspakkana breytist. Í boði verða sex frábærir pakkar sem veita þér aðgang að fyrsta flokks afþreygingar- og íþróttaefni, ásamt einstöku tilboði á Endalausu Interneti. Virði tilboðspakkana eykst þar sem Sjónvarp 365 appið fylgir með á 0 kr. frá og með 1. mars nk. ásamt því að nýjar stöðvar líta dagsins ljós og má þar helst benda á Sportpakkann. Viðskiptavinir 365 með sjónvarpsáskrift í tilboðspakka geta nú vafrað áhyggjulausir á netinu og horft á sjónvarpið á ferðinni með Sjónvarp 365 appinu. Með Sjónvarp 365 appinu er hægt að horfa á sjónvarpsdagskrána hvar og hvenær sem er m.a. í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur.

Við hvetjum alla til að kynna sér tilboðspakka 365 betur til hagræðingar fyrir heimilið.

Sameinaðar áskriftarleiðir í sjónvarpi Frá og með 1. febrúar mun 365 einfalda vöruframboð í Sjónvarpi. Viðskiptavinir í Enskapakkanum, Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 verða uppfærðir í Sportpakkann, en áður nefndar áskriftarleiðir hætta í sölu. Verð á Sportpakkanum helst óbreytt þrátt fyrir að við hann bætist Sjónvarp 365 appið og 5 nýjar sportstöðvar.

Í Sportpakkanum eru tvær íslenskar stöðvar, Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 ásamt erlendu stöðvunum MUTV, Liverpool TV og Chelsea TV. Við sameiningu áskriftarleiða mun virði Sportpakkans aukast með nýjum stöðvum sem sérhæfa sig í umfjöllun og útsendingum af helstu viðburðum í íþróttaheiminum. Nýliðar í Sportpakkanum eru Eurosport, NBA TV, Sky News, Motor TV og Extreme Sport. Sportpakkinn veitir viðskiptavinum aðgang að öllum helstu íþróttaviðburðum heims, með yfir 1.300 beinar útsendingar frá Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni, Pepsideildinni, Evrópudeildinni, enska FA bikarnum, enska deildarbikarnum, spænska boltanum, þýska boltanum, UFC, NFL, Formúlu 1, NBA og svo mætti áfram telja. Í febrúar verður boðið upp á 120 beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum að undanskyldum umfjöllunarþáttum okkar Messunni, Dominos körfuboltakvöldi og Meistaramörkum. Verð á hvern viðburð er því einungis 125 kr. Að auki fá allir viðskiptavinir Sportpakkans Sjónvarp 365 appið á 0 kr. Sjónvarp 365 appið gerir þér kleift að horfa á íslensku stöðvarnar í Sportpakkanum hvar og hvenær sem er í spjaldtölvunni eða símanum. Til að kóróna Sportpakkann geta viðskiptavinir hans bætt við sig Endalausu Interneti fyrir einungis 1.000 kr. á mánuði.

Sjónvarp 365 Sjónvarp 365 er frábær lausn fyrir heimilið. Með Sjónvarpi 365 færðu aðgang að hágæða sjónvarpsefni í háskerpu. Áskriftin veitir þér aðgang að 9 erlendum stöðvum, 6 fríum kvikmyndum á mánuði, tímaflakki og möguleika á að kaupa staka íþróttaviðburði. Viðskiptavinir sem eru með tilboðspakka hjá 365 fá einnig 150 fríar kvikmyndir á mánuði í Sjónvarpi 365.

Heimili HBO 365 er heimili HBO á Íslandi. HBO státar sig af mörgum flottustu og umtöluðustu þáttaröðum í sjónvarpi í dag og hafa þeir verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildarmynda sem hlotið hafa ótal Emmy- og Golden Globe tilnefningar og verðlaun síðustu ár. Má þar meðal annars nefna Game of Thrones og heimildarþættina The Jinx sem hafa vakið athygli víða um heim. Hægt er að taka góða spyrpu með úrvalsþáttum HBO inni á Stöð 2 Maraþon.

Frábært úrval af sjónvarpsefni 365 leggur mikla áherslu á að bjóða upp á frábært úrval af sjónvarpsefni, bæði innlendu og erlendu. Á Stöð 2 verða í boði frábærir innlendir þættir má þar nefna meðal annars; Ísland Got Talent, Borgarstjórann, Lögreglan, Landnemarnir, Heimsókn, Bomban, Gulli byggir, Hið blómlega bú og Matargleði Evu. Af erlendum þáttum má nefna Game of Thrones, X-files, Blacklist, True Detective, Modern Family, Rizzoli and Isles, Blindspot, Banshee, Suits, Greys Anatomy og Last Week Tonight með John Oliver. 365 er einnig mjög stolt af hliðarrásum sínum, Stöð 3, Bíórásinni, Krakkastöðinni og Gullstöðinni. Þar er hægt að horfa á vandaða þætti, góðar bíómyndir, gæða barnaefni ásamt gömlu, góðu og klassísku efni. Einnig bjóðum við uppá 9 frábæra fjölvarpspakka þar sem hver og einn getur valið sjónvarpsefni sem hentar sér, hvort sem um ræðir bíómyndir, íþróttir, fréttir eða fræðslu. Við vekjum sérstaka athygli að nú er Eurosport aðgengilegt á ný yfir dreifikerfi 365 og Símans í völdum fjölvarpspökkum. Hægt er að kynna sér úrval sjónvarpsstöðva okkar hér.

Fjölvarpsrásir Frá og með 1. mars nk. verður erlenda sjónvarpsstöðin Animal Planet ekki lengur fáanleg á sjónvarpsdreifingarkerfi Vodafone, en verður áfram inni á kerfum 365 og Símans. Ástæða þess er sú að Síminn hf. hefur tryggt sér einkarétt til dreifingar þessarar stöðvar á sjónvarpsdreifingarkerfum sínum.

Fríðindakerfi fyrir áskrifendur 365 Við minnum sjónvarpsáskrifendur á öflugt fríðindakerfi fyrir áskrifendur 365, VILD. Það eina sem þarf að gera er að skrá debet- og/eða kreditkortið í VILD og fá þannig sjálfvirkan afslátt hjá fjölda fyrirtækja og verslana án þess að þurfa að óska eftir honum. Hér getur þú skráð þig og byrjað að spara.

Skilmálar, verðbreytingar og eldri Tal leiðir Skilmálabreytingar Þann 1. febrúar 2016 taka gildi nýir skilmálar hjá 365 sem má kynna sér hér.

Fyrir viðskiptavini sem keyptu fyrst þjónustu hjá 365 fyrir 1. febrúar 2016 gilda eldri skilmálar til 1. mars 2016 en þá taka nýir skilmálar gildi fyrir alla viðskiptavini 365.

Breytingar á gjalddaga og eindaga reikninga vegna áskriftargjalds og fjarskiptaþjónustu Þann 1. mars nk. mun 365 gera eftirfarandi breytingar á gjalddaga og eindaga reikninga. Reikningar útgefnir frá og með 1. mars 2016 verða framvegis með gjalddaga 20. hvers mánaðar. Eindagi reikninga verður 1. hvers mánaðar næsta mánaðar ef hann er á virkum degi, annars næsta virka dag. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.

Verðbreytingar Hægt er að kynna sér allar verðbreytingar hér.

Viðskiptavinir okkar í eldri Tal leiðum Þann 1. mars nk. verða viðskiptavinir okkar sem eru skráðir í eldri GSM, heimasíma og internet leiðir Tals fluttir yfir í nýju endalaust leiðirnar okkar. Við leggjum mikið kapp á að veita viðskiptavinum góða þjónustu og höfum því ákveðið að einfalda vöruframboð okkar. Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér nýju áskriftarleiðirnar á heimasíðu 365.is.


Hafi viðskiptavinur ekki áhuga á að halda áfram núverandi áskrift samkvæmt nýrri verðskrá, hefur hann tök á að segja upp áskriftinni og greiða samkvæmt fyrri verðskrá út uppsagnarfrestinn.


 1. janúar 2016 Verð- og þjónustubreytingar Þann 1. febrúar næstkomandi mun 365 gera eftirfarandi þjónustu- og verðbreytingar.

Dreifikostnaður Digital Ísland Vegna mikils kostnaðar við dreifingu sjónvarpsefnis í gegnum Digtal Ísland verða gerðar breytingar á dreifingarkostnaði hjá þeim sem eru með Digital Ísland myndlykla (dreifingu í lofti) og sjónvarpáskrift hjá 365. Mánaðarlegt gjald fyrir þjónustuna verður 1.665 kr.

Viðskiptavinir með Skemmtipakka, Stórapakka eða Risapakka geta lækkað kostnað og fengið enn betri þjónustu með því að skipta út Digital Ísland myndlyklinum og fá sér í staðinn Sjónvarp 365.

Áskrift að Sjónvarpi 365 veitir áskrifendum þessa tilboðspakka m.a. aðgang að:

• Hágæða sjónvarpsefni í háskerpu. • Stöð 2 Maraþoni með yfir 500 íslenska og erlenda þætti á 0 kr. • Yfir 150 bíómyndum í hverjum mánuði á 0 kr. • Krakkamaraþoni sem er með yfir 400 þætti af vönduðu barnaefni á 0 kr. • 9 erlendum sjónvarpsstöðvum á 0 kr. • Tímaflakki og frelsi sem gerir þér kleift að horfa á sjónvarpsdagskrána þegar þér hentar. • Aðgang að SkjárBíó með þúsundum titla, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og barnaefni sem hægt er að leigja gegn gjaldi. • Möguleika á að kaupa staka íþróttaviðburði sem ekki er hægt í gegnum Digital Ísland.

Viðskiptavinir með aðra sjónvarpsáskrift hjá 365* geta lækkað kostnað og fengið enn betri þjónustu með því að skipta út Digital Ísland myndlyklinum og fá sér í staðinn Sjónvarp 365.

Áskrift að Sjónvarpi 365 veitir viðkomandi:

• Hágæða sjónvarpsefni í háskerpu. • Allar innlendu opnu sjónvarpsstöðvarnar. • 9 erlendar sjónvarpsstöðvar á 0 kr. • Tímaflakk og frelsi sem gerir þér kleift að horfa á sjónvarpsdagskrána þegar þér hentar. • Aðgang að SkjárBíó með þúsundum titla, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og barnaefni sem hægt er að leigja gegn gjaldi. • Möguleika á að kaupa staka íþróttaviðburði sem ekki er hægt í gegnum Digital Ísland. • Yfir 40 útvarpsstöðvar sem þú getur hlustað á í gegnum sjónvarpið.

Sjónvarp 365 kostar 1.690 kr. á mánuði, innifalinn er 1 myndlykill, og er aðgengilegt í gegnum ADSL og ljósnet**. Hægt er að spara umtalsvert með því að kaupa internetþjónustu af 365 og nýta sér afsláttarkjör í Vild.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í þjónustuveri 365 í síma 1817.

*Viðskiptavinir sem eru ekki með áskrift af Skemmtipakkanum, Stóra pakkanum eða Risa pakkanum **Viðskiptavinir geta jafnframt fengið gagnvirkt sjónvarp frá Símanum og Vodafone.

Aðgangsgjald Aðgangsgjald á ljósneti mun hækka úr 2.580 kr í 2.987 kr. Þessi hækkun er gerð til að endurspegla kostnaðarverð fyrir aðgang að heimtaug frá Mílu. Upplýsingar um verð er hægt að finna á heimasíðu Mílu, www.mila.is Greitt er grunnverð fyrir aðgang að heimtaug (neðra tíðnisvið) og þjónustu á aðgangsleið 3 fyrir aðgang að ADSL eða VDSL (athugið að verð á heimasíðu Mílu eru birt án virðisauka).

Fjölvarpsrásir Erlendu sjónvarpsstöðvarnar Discovery, Discovery World og ID Discovery verða ekki lengur fáanlegar á sjónvarpsdreifingarkerfum Vodafone, en verða áfram inni á kerfum 365 og Símans. Ástæða þess er sú að Síminn hf. hefur tryggt sér einkarétt til dreifingar þessara stöðva á sjónvarpsdreifingarkerfum sínum.

Ný stöð Nick JR mun bætast í fjölvarpspakka í janúar en hún inniheldur fjölbreytt barnaefni fyrir yngstu kynslóðina sem sýnt er allan sólarhringinn. Meðal þátta sem sýndir eru á Nick JR eru Dora the explorer (Dóra landkönnuður), Go-Diego-Go (Diego), Paw patrol (Hvolpasveitin) og Team Umizoomi (Úmísúmí). Verður hún aðgengileg á sjónvarpdreifingarkerfum 365, Símans og Vodafone.

Þjónustunúmer Eftirfarandi breytingar verða gerðar á verðskrá 365 í þjónustunúmer til að samræma verð. Álagning verður 10 kr. á upphafsgjöld og 20 kr. á mínútugjöld úr farsíma og heimasíma, óháð þjónustuveitu. Breytingarnar eru útlistaðar í eftirfarandi töflum og taka tilllit til verðskrár hjá þjónustuveitum frá og með 1.1.2016.

1818 Heimasími Verðskrá 1818: Álagning 365: Heildarverð: Upphafsgjald 155 kr. 10 kr. 165 kr. Mínútuverð 142 kr. 20 kr. 162 kr.

GSM Verðskrá 1818: Álagning 365: Heildarverð: Upphafsgjald 155 kr. 10 kr. 165 kr. Mínútuverð 142 kr. 20 kr. 162 kr. SMS 46 kr. 4 kr. 50 kr. *Verðskrá 1818 má finna á heimasíðu þeirra hér

1811

Heimasími Verðskrá 1811: Álagning 365: Heildarverð: Upphafsgjald 89 kr. 10 kr. 99 kr. Mínútuverð 185 kr. 20 kr. 205 kr.

GSM Verðskrá 1811: Álagning 365: Heildarverð: Upphafsgjald 89 kr. 10 kr. 99 kr. Mínútuverð 185 kr. 20 kr. 205 kr.

*Verðskrá 1811 má finna á heimasíðu þeirra hér

1819

Heimasími Verðskrá 1819: Álagning 365: Heildarverð: Upphafsgjald 115 kr. 10 kr. 125 kr. Mínútuverð 105 kr. 20 kr. 125 kr.

GSM Verðskrá 1819: Álagning 365: Heildarverð: Upphafsgjald 115 kr. 10 kr. 125 kr. Mínútuverð 105 kr. 20 kr. 125 kr.

*Verðskrá 1819 má finna á heimasíðu þeirra hér

1800

1800 innheimtir 230 kr. fyrir hvert símtal óháð tímalegd, þar af er álagning 30 kr. Ef símtal varir lengur en 60 sekúndur er mínútuverð rukkað eftir verðskrá 365 sem er 20 kr. Gildir bæði um hringd símtöl úr heimasíma eða farsíma.


Hafi viðskiptavinur ekki áhuga á að halda áfram núverandi áskrift samkvæmt nýrri verðskrá, hefur hann tök á að segja upp áskriftinni og greiða samkvæmt fyrri verðskrá út uppsagnarfrestinn.

1 desember 2015

Breytingar á stöðvum BBC

BBC hefur verið að vinna að breytingu dagskrá sinni. Í janúar 2016 mun BBC lifestyle detta út. BBC Brit og BBC Life hafa hinsvegar verið að styrkja dagskrá sína mikið undanfarið. Meðal annars frumsýna þeir efni sem fer ekki á aðrar íslenskar stöðvar fyrr en að minnsta kosti 6 mánuðum seinna.

Þættir sem BBC Brit frumsýnir eru meðal annars The Graham Norton Show, Q.I., heimildarmyndir með Louis Theroux og Top Gear.

BBC Eart er heimili náttúrulífsþátta og frumsýnir meðal annars The Hunt & Life Stories þar sem Richard Attenborough tala undir.

27 október 2015

Bilun í GSM dreifikerfi 365

Kæru viðskiptavinir í augnablikinu er bilun í GSM dreifikerfi 365. Unnið er að viðgerð. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Uppfært: Viðgerð er lokið, bendum fólki á að endurræsa símann ef samband er ekki komið á hann.

12 október 2015

Meira úrval í Fjölvarpi 365

Fyrir lok þessa mánaðar munu 2 nýjar kvikmyndastöðvar bætast við Fjölvarp 365. Stöðvarnar sem um ræðir eru MovieStar Channel og LoneStar Western Channel. Stöðvarnar verða eingöngu fáanlegar á Fjölvarpi 365, enda um einkadreifingu 365 að ræða. Þessar stöðvar munu bætast inn í eftirfarandi fjölvarpspakka: Fjölvarp Veröld, Fjölvarp Toppur og Fjölvarp Bíó & Skemmtun.

MovieStar Channel MovieStar er frábær sjónvarpsrás sem sýnir kvikmyndir allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Kvikmyndir stöðvarinnar eru bæði vel þekktar og lítið þekktar sjónvarps- og kvikmyndir, en skapa saman skemmtilega blöndu góðrar afþreyingar enda þekktir leikarar í aðalhlutverki á MoiveStar Channel.

LoneStar Western Channel LoneStar Western Channel er ný erlend sjónvarpsstöð sem býður áhorfendum eingöngu "vestra" kvikmyndir og þætti. Hér er á ferð frábær afþreyging þar sem villta vestrið nýtur sín til hins ítrasta en stöðin sendir út bæði sjónvarpsþætti á bortð við Lone Ranger & Bonanza og kvikmyndir í fullri lengd. Hér geta ungir sem aldnir notið frábærs sjónvarpsefnis þar sem John Wayne, Roy Rogers, Lee Van Cleef, Charles Bronson og fleiri þekktir koma við sögu. LoneStar Western Channel sjónvarpar dagskrá allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar.

1 október 2015

Verðbreytingar hjá 365

Þann 1. nóvember næstkomandi tekur gildi breytt verðskrá fyrir 365 miðla. Hér má sjá nýja verðskrá .

Aldrei fleiri beinar útsendingar á Stöð 2 Sport

Í vetur eflist Stöð 2 Sport til muna og hafa beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum aldrei verið jafn margar. Beinar útsendingar verða um 300 fleiri en á sama tímabili og í fyrra, eða tæplega 900 talsins. Eftir langa bið verður aftur boðið upp á ítalska boltann og beinar útsendingar í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni í fótbolta hafa aldrei verið fleiri. Föstudagar á Stöð 2 Sport verða tileinkaðir körfubolta með fleiri beinum útsendingum frá Domino's-deildinni og NBA-deildinni en áður hefur tíðkast. Þá gefum við í og fjölgum beinum útsendingum frá NFL-deildinni og síðar NFL-úrslitakeppninni. Beinar útsendingar frá þýska handboltanum hverfa af dagskrá en í staðinn verða sýndir um 60 leikir í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Spennandi verður að fylgjast með Aroni Pálmarssyni, Guðjóni Val, Alexander Petersson og hinum köppunum með félagsliðum sínum.

Aldrei meiri umfjöllun á Stöð 2 Sport

Á föstudagskvöldum verða vikulegir þættir um Domino's-deildina í körfubolta í anda Pepsi-markanna. Meistaradeildarmörkin verða í beinni þar sem farið verður yfir mörkin, tilþrifin og umdeildu atvikin. Þá verða einnig vikulegir frétta- og markaþættir þar sem fjallað verður um Evrópudeildina í fótbolta, ítalska boltann, Meistaradeild Evrópu í handbolta og vikulegir NFL GameDay-þættir. Einnig verða raunveruleikaþættirnir Hard Knocks á dagskrá Stöðvar 2 Sport en þeir fjalla um skrautlegt lífið í NFL-deildinni. Hard Knocks eru samstarfsverkefni NFL og HBO, en Stöð 2 er einmitt heimili HBO á Íslandi.

Að lokum má nefna að háskerpustöðvum hefur verið fjölgað um tvær til að bæta þjónustu við áskrifendur sportstöðva 365 enn betur.

Endalaust tal og 1 GB á 1.990 kr. á mánuði

Nýlega var kynnt fáránlega góð farsímaleið þar sem Endalaust tal og 1 GB á 1.990 kr. á mánuði fylgir með tilboðspökkum 365. Viðskiptavinir sem nýta sér þessa leið geta hringt endalaust í alla GSM og heimasíma innanlands, fyrir utan þjónustunúmer eins og t.d. 1818 eða 900 númer.Einnig er innifalið 1 GB af gagnamagni sem er töluvert yfir meðalgagnamagnsnotkun viðskiptavina 365 og dugar því fyrir flesta.

Ef viðskiptavinir nota meira en 1 GB í gagnamagni fara þeir sjálfkrafa í nýja gagnamagnspakka þar sem hver 100 MB umfram-gagnapakki er á 280 kr. Gildir pakkinn fram að næstu mánaðamótum. Fyrir flesta er þetta nokkur kjarabót frá því sem áður var þar sem verð á hvert MB lækkar umtalsvert.

Endalaust tal og 1 GB + Stöð 3 á 1.990 kr. á mánuði

Nú bjóðum við fáránlega gott tilboð til 1. nóvember nk. Fyrir aðeins 1.990 kr. á mánuði fá viðskiptavinir Endalaust tal og 1 GB + Stöð 3 í eitt ár. Hægt er að bæta einni GSM áskrift við tilboðið þar sem greitt er 1.990 kr. aukalega fyrir viðbótaráskriftina af Endalausu tali og 1 GB. Stöð 3 hefur verið efld til muna og verður boðið upp á heilan helling af nýjum þáttum í vetur. Það finna því allir þætti við sitt hæfi á Stöð 3. Einnig eru Stöð 3 Frelsi og aðild að Vild innifalin í tilboðinu.


Hafi viðskiptavinur ekki áhuga á að halda áfram núverandi áskrift samkvæmt nýrri verðskrá, hefur hann tök á að segja upp áskriftinni og greiða samkvæmt fyrri verðskrá út uppsagnarfrestinn.

1 september 2015

Breyting á skilmálum

Þann 1.október verða eftirfarandi breytingar gerðar á Áskriftarskilmálum fyrir fjarskiptaþjónustu 365. Undir kafla II.Greiðsluskilmálar mun 1.mgr breytast eins og er sýnt er hér að neðan.

Núverandi málsgrein

"Gjald fyrir fjarskiptaþjónustu er skv. verðskrám 365 og eru aðgengilegar á öllum sölustöðum 365 og á vefsíðunni 365.is. Allar breytingar á verðskrám varðandi hækkanir á verðum mun 365 tilkynna áskrifendum með minnst eins mánaðar fyrirvara á heimasíðu 365.is og á útgefnum reikningum, þá getur áskrifandi þá sagt þjónustusamningnum upp með 30 daga fyrirvara."

Mun breytast á eftirfarandi hátt

"Gjald fyrir fjarskiptaþjónustu er skv. verðskrám 365 og eru aðgengilegar á öllum sölustöðum 365 og á vefsíðunni 365.is. Allar breytingar á áskriftargjöldum varðandi hækkanir á verðum mun 365 tilkynna áskrifendum með minnst eins mánaðar fyrirvara á heimasíðu 365.is og á útgefnum reikningum. Áskrifendur sem ekki vilja hlíta þeim breytingum geta sagt upp samningum sínum en stuðst við fyrri þjónustuskilmála á meðan uppsagnarfrestur líður."

Hægt er að kynna sér nánar skilmála 365 hér.

Verðbreytingar hjá1819

Þann 1.október 2015 mun 1819 hækka verð sín vegna símtala í þjónustunúmer 1819 úr GSM símum. Sjá breytingar í töflum hér að neðan

GSM Verð áður: Verð nú: Upphafsgjald 107,62 kr. 119,04 kr. Mínútuverð 107,03 kr. 118,05 kr.

Hægt er að kynna sér nánar verðskrá GSM hér.

1 ágúst 2015

Verðbreytingar hjá JÁ (1818)

Þann 1.september 2015 mun Já hækka verð sín vegna símtala í þjónustunúmer 1818. Sjá breytingar í töflum hér að neðan

Heimasími Verð áður: Verð nú: Upphafsgjald 117,6 kr. 138 kr. Mínútuverð 107,7 kr. 127 kr.

GSM Verð áður: Verð nú: Upphafsgjald 125 kr. 146,2 kr. Mínútuverð 125 kr. 146,2 kr. Verðbreytingar hjá 1819

Þann 1.september 2015 mun 1819 hækka verð sín vegna símtala í þjónustunúmer sitt. Sjá breytingar í töflum hér að neðan

Heimasími Verð áður: Verð nú: Upphafsgjald 95,3 kr. 107,62 kr. Mínútuverð 97,3 kr. 107,03 kr.

GSM Verð áður: Verð nú: Upphafsgjald 95,3 kr. 107,62 kr. Mínútuverð 97,3 kr. 107,03 kr.

Nánar er hægt að skoða verðskrá heimasíma hér. og fyrir GSM síma hér

1 júní 2015

Breytingar í fjölvarpi

Turner hefur ákveðið að loka sjónvarpstöðvunum TNT Film, Star! Showtime og Silver frá og með 15. júlí og því munu þessar stöðvar detta út úr fjölvarpspökkum 365.

Verðbreytingar á eldri þjónustuleiðum Tals

Þann 1. júlí 2015 mun ný verðskrá taka gildi á eldri þjónustuleiðum Tals sem má kynna sér nánar hér.

Frá og með 1. júlí verða allar heimasímaáskriftir Tals sameinaðar í heimasímaáskriftina sem inniheldur 1.200 mínútur á 0 kr, þetta á ekki við um þá viðskiptavini sem eru með heimasímaáskrift í gegnum ljósleiðara. 365 býður upp á frábærar fjarskiptaleiðir og flotta tilboðspakka sem innihalda sjónvarpsáskrift og fjarskipti, við hvetjum alla til að kynna sér þær nánar hér.

Lægra verð á GSM notkun í Bandaríkjunum

Strax í dag (1.júní) mun verð á GSM notkun lækka umtalsvert í Bandaríkjunum (svæði 5). Til að mynda lækkar GPRS notkun um 57% og verð á MB fara úr 1.322,11 kr í 570 kr.

Útlandaverð Verð áður: Verð nú: Svæði 5 (Bandaríkin) Verð kr./mín Til Íslands og innan svæðis 341,1 kr. 192,0 kr. Til annarra landa 341,1 kr. 341,1 kr. Móttekin símtöl 325,7 kr. 325,7 kr. SMS 79,9 kr. 49,0 kr. Verð pr/MB. GPRS 1.322,1 kr. 570,0 kr.

7 apríl 2015

Breytingar á nöfnum BBC stöðva

Þann 13.apríl næstkomandi munu nöfn BBC sjónvarpsstöðvanna BBC Entertainment og BBC Knowledge breytast í BBC Brit og BBC Earth. Engar breytingar verða á dagskrá þessara stöðva, einungis er um nafnabreytingu að ræða.

31 desember 2014

Verðbreytingar hjá 365

Þann 1. febrúar næstkomandi tekur gildi breytt þjónustu og verðskrá fyrir 365 miðla. Hér má skoða nýja verðskrá . Viðskiptavinir 365 hafa tekið net- og heimasíma 365 fagnandi og vinnum við nú að því að bæta farsímaþjónustu við í vöruframboðið. Nánari upplýsingar og útfærsla mun liggja fyrir á næstu vikum. Við hjá 365 leggjum mikinn metnað í að vera með bestu afþreyingu sem völ er á og erum sífellt að þróa nýjar leiðir til að bjóða enn betri þjónustu í afþreyingu og aðgengi.

Stöð 2 Maraþon

Stöð 2 Maraþon er nýjung fyrir áskrifendur. Þar er hægt að nálgast fjölda nýrra og eldri þáttaraða, bæði íslenskar og erlendar, og horfa hvenær sem hentar. Íslenskir ástríðuglæpir, Homeland, Game of Thrones og The Killing eru dæmi um seríur sem eru aðgengilegar á Stöð 2 Maraþon. Áskrifendur hafa tekið þessari nýjung vel og þeir munu sjá meira af gæðaefni bætast við á næstunni.

Stöð 2 – Heimili HBO á Íslandi

365 miðlar hafa gert fimm ára samning við HBO sem státar af mörgum flottustu og umtöluðustu þáttaröðum í sjónvarpi í dag og hefur verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildamynda sem hlotið hafa ótal Emmy- og Golden Globe tilnefningar og verðlaun síðustu ár. Má þar meðal annars nefna Game of Thrones, Girls, Banshee og True Detective. Samningurinn felur í sér þá viðbót að nú er hægt að bjóða upp á efni HBO í Stöð 2 Maraþon en það er t.d. ekki aðgengilegt á Netflix.

Stöð 2 – Margfalt skemmtilegri

Stöð 2 hefur eflt íslenska dagskrárgerð til muna síðastliðið ár og dagskráin árið 2015 verður enn glæsilegri. Ísland got talent, sem sló svo eftirminnilega í gegn árið 2014, snýr aftur enn stærri og með frábæru hæfileikafólki. Logi Bergmann heldur uppi stuðinu, Steindi, Pétur Jóhann og Saga halda áfram á Stöð 2 með Hreinan Skjöld. Sindri kynnist konum á uppleið í London, Jón Óttar ferðast um Ísland með þjóðþekktum Íslendingum, Hið Blómlega Bú snýr aftur og þá verða Sigrún Ósk, Sigríður Elva, Rikka og Eva Laufey allar á sínum stað með nýja og áhugaverða þætti svo dæmi séu tekin.

Bestu erlendu þættirnir halda áfram, svo sem Greys Anatomy, Rizzoli and Isles, Shameless, The Blacklist, The Following, Modern Family, The Big Bang Theory og lokasería Mad Men svo nokkrir séu nefndir. Þá hafa nýir þættir vakið verðskuldaða athygli eins og hinir æsispennandi Stalker og dularfullu Outlander.

Stöð 2 sport – Besta sætið

Ekki má gleyma sportstöðvunum okkar, Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2, sem eru í sérflokki og eru með yfir 900 beinar útsendingar frá öllum helstu íþróttaviðburðum heims. Þar má til dæmis nefna Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina, Pepsídeildina, Evrópudeildina, enska FA bikarinn, enska deildarbikarinn, spænska boltann, Formúla 1, NBA og svo mætti áfram telja.

Fjarskipti

Breyting verður gerð á internetpakka 365. Frá 1. febrúar verður byrjað að mæla alla umferð um netið á sama hátt. Til samanburðar má nefna að talning á farsímaneti hérlendis sem og erlendis er mæld með þessum hætti og mun þessi aðgerð auka gegnsæi og einfalda útreikninga. 365 miðlar munu áfram bjóða upp á mjög hagstæða internetpakka sem tekið verður eftir. Kynntu þér málið hér.

Fríðindakerfi fyrir áskrifendur 365

Við minnum áskrifendur á öflugt fríðindakerfi fyrir áskrifendur 365, VILD. Það eina sem þarf að gera er að skrá debet- og/eða kreditkortið í VILD og fá þannig sjálfvirkan afslátt hjá fjölda fyrirtækja og verslana án þess að þurfa að óska eftir honum. Hér getur þú skráð þig og byrjað að spara.

Frá og með 1. janúar 2015 verður Eurosport og Eurosport 2 ekki lengur hluti af vöruframboði í fjölvarpspökkum. Nú býðst öllum, þar með talið í fjölvarpi, að fá net og heimasíma með á 0 kr. Nánari upplýsingar um pakka og hvað er innifalið má sjá hér.


Hafi viðskiptavinur ekki áhuga á að halda áfram núverandi áskrift samkvæmt nýrri verðskrá, hefur hann tök á að segja upp áskriftinni og greiða samkvæmt fyrri verðskrá út uppsagnarfrestinn.

13 desember 2014 Þann 1. janúar næstkomandi mun taka í gildi ný verðskrá fyrir áskriftarstöðvar 365 miðla vegna stjórnvaldsbreytinga á virðisaukaskatti.

Heiti vöru Verð áður: Verð nú: Risapakkinn 23.990 kr. 24.890 kr. Stóri pakkinn 17.490 kr. 18.150 kr. Skemmtipakkinn 8.490 kr. 8.810 kr. Sportpakkinn 11.990 kr. 12.440 kr. Enski pakkinn 8.990 kr. 9.330 kr. Fjölskyldupakkinn 2.990 kr. 3.110 kr. Stöð2 stök 7.490 kr. 7.770 kr. Stöð3 stök 2.990 kr. 3.110 kr. Stöð2 Sport 7.490 kr. 7.770 kr. Stöð2 Sport2 8.990 kr. 9.330 kr. Golfstöðin 5.990 kr. 6.220 kr. Bíóstöðin 3.190 kr. 3.310 kr. Gullstöðin 2.690 kr. 2.800 kr. Krakkastöðin 2.690 kr. 2.800 kr. Fjölvarp Veröld 5.990 kr. 6.200 kr. Fjölvarp Bíó & Skemmtun 3.990 kr. 4.140 kr. Fjölvarp Toppur 3.990 kr. 4.140 kr. Fjölvarp Fréttir & Fræðsla 3.990 kr. 4.140 kr. Fjölvarp Brot af því besta 1.990 kr. 2.070 kr. Fjölvarp Háskerpa & þrívídd 3.990 kr. 4.140 kr. Fjölvarp Evrópa 2.990 kr. 3.110 kr. Fjölvarp Erlent Sport 3.990 kr. 4.140 kr. Fjölvarp landsbyggð 2.990 kr. 3.110 kr.

 1. desember 2014 365 og Tal hafa sameinast. 365 miðlar ehf. og TAL hafa nú sameinast eftir að Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna félaganna. Viðskiptavinir 365 hringja áfram í símanúmerið 512 5100 til að fá samband við þjónustuver eða fara inn á 365.is til að nálgast upplýsingar eða þjónustu. Verslun Tals og allt starfsfólk flytur úr Grímsbæ í höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð.

Ör og stöðug þróun á sér stað í fjölmiðlun og sér 365 mikil tækifæri í sameiningunni. Fjarskipti hafa sífellt mikilvægara hlutverki að gegna í miðlun sjónvarpsefnis og nú er rétt ár síðan 365 hóf að bjóða nettengingar fyrir heimili. 4G farsímaþjónusta Tals nýtist að sjálfsögðu vel í þessu samhengi, þ.e. eldsnögg netþjónusta fyrir farsíma og snjalltæki.

Á næstu vikum verður unnið að því að samþætta starfsemina með það markmiði að bjóða enn fjölbreyttari vörur og betri þjónustu. Starfsmenn beggja félaga eru spenntir fyrir sameiningunni og hlakka til að vinna með viðskiptavinum sínum með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.

Spurningar og svör Hvenær koma ný og spennandi tilboð frá sameinuðu fyrirtæki? Í þessum töluðu orðum eru sérfræðingar hins sameinaða félags að vinna í því að samþætta vöruframboðið og vænta má meiri frétta á næstu vikum. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en það mun verða kynnt viðskiptavinum þegar þar að kemur.