Hefst 25. desember
Svörtu sandar
Svörtu sandar er magnþrungin glæpasería úr smiðju Baldvins Z. Þáttaröðin hefst 25. desember á Stöð 2 en í aðalhlutverkum eru þau Aldís Amah Hamilton, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius. Þáttaröðin er alls 8 þættir og verða fyrstu tveir þættir verða frumsýndir yfir jólahátíðina.
Magnþrungin glæpasería
Aníta, þrítug lögreglukona, neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð.
25. desember
Svörtu sandar
Þegar Aníta kemur í bæinn finnst lík ungrar konu við sandfjöruna, sem virðist hafa hrapað af bjarginu fyrir ofan ströndina. Rannsókn á málinu hefst ásamt núverandi lögreglustjóranum Ragnari, þorpslækninum Salomon og lögregluteyminu á staðnum. Ekkert saknæmt virðist hafa átt sér stað fyrr en vinkona hinnar látnu finnst seinna um kvöldið, hrakin og alblóðug.
Á meðan rannsóknin heldur áfram að vinda upp á sig endar Aníta í miðju eldheits ástarþríhyrnings sem er ekki að einfalda málin fyrir henni. Það kemur í ljós að lögreglan á staðnum hefur ekki sinnt rannsóknum sem skyldi og möguleg tengsl eru á milli fleiri mála. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð.
Leikstjórn: Baldvin Z
Aðalhlutverk: Aldís Amah Hamilton, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þór Tulinius, Kolbeinn Arnbjörnsson og Ævar Þór Benediktsson
Handrit: Aldís Amah Hamilton, Ragnar Jónsson og Baldvin Z