Stöð 2

Heimsókn

Sindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.

Stöð 2 sýnir glænýja seríu af Heimsókn, en fyrsti þátturinn verður númer 150 í röðinni hvorki meira né minna. Eins og áður sjáum við hús tekin í gegn, förum til útlanda og hittum skemmtilegt fólk sem segir frá fallegum heimilum sínum bæði stórum og smáum.

Kári og Ragnar

31. maí 2021

Í fyrsta þætti þessarar seríu bankar Sindri upp á hjá Kára Sverris ljósmyndara og Ragnari Sigurðssyni innanhússarkitekt. Þeir hafa tekið íbúð í vesturbæ Reykjavíkur í gegn, algjörlega frá A - Ö.

Anna Margrét

7. apríl 2021

Anna Margrét Jónsdóttir fyrrum fegurðardrottning Íslands er viðmælandi Sindra í þessum þætti. Hún býr ásamt eiginmanni sínum í einu glæsilegasta húsi landsins í Skerjafirðinum.

Viktoría Kjartans

14. apríl 2021

Viktoría Hrund, innanhússarkitekt tók húsið sitt í gegn og fékk auðvitað að ráða öllu. Maðurinn hennar fékk þó sannkallaðan ,,man-cave". Ekki missa af líflegri og skemmtilegri Viktoríu í þessum þætti af Heimsókn.

Viktoría Kjartans

21. apríl 2021

Viktoría tók eina glæsilegustu penthouse íbúð í miðborg Reykjavíkur algjörlega í gegn. Ekki missa af glæsilegri útkomu í þessum þætti.

Ólafur Egill og Ester Thalía

28. apríl 2021

Þau Ólafur Egill og Ester Thalía búa í húsi sem er æskuheimili hans. Þangað fór Sindri í heimsókn árið 2012. Hann bankar nú upp á hjá leikarahjónunum á Grettisgötu og fær að sjá fallegar breytingar á þessu virðulega húsi.

Sibba Hjörleifs

5. maí 2021

Hún elskar stóla og mottur og er hvergi nærri hætt að safna þeim. Í næsta þætti af Heimsókn bankar Sindri uppá hjá Sibbu Hjörleifs sem býr ásamt Ólafi Inga Skúlasyni fótboltamanni og börnum þeirra í fallegu húsi í Kópavogi og er sjón sögu ríkari.

Hannes Steindórs

12. maí 2021

Hann býr í glæsilegu húsi ásamt þremur börnum sínum, er með bíósal og líkamsræktarstöð í húsinu og ætlar aldrei að flytja. Sindri bankar uppá hjá Hannesi Steindórssyni fasteignasala.

Erna Gísladóttir

19. maí 2021

Sindri bankar uppá hjá Ernu Gísladóttur sem leggur jafn mikla áherslu á útlit heimilisins og líkamans.

Linda Ben

26. maí 2021

Í lokaþætti af Heimsókn bankar Sindri uppá hjá Lindu Ben, lífefnafræðingi og einni vinsælustu samfélagsmiðlastjörnu landsins sem býr í fallegu húsi ásamt eiginmanni og börnum en Linda sem er þekktust fyrir matreiðslubækurnar sínar er jafn smekkleg og hún er flink í eldhúsinu.

Heimsókn á Stöð 2+

Nú eru 10 seríur af Heimsókn aðgengilegar í efnisveitunni okkar Stöð 2+.

Fá aðgang í dag
á aðeins
3.990 kr. á mánuði