Safn Stöðvar 2

Beiðni um efni til einkanota

Ekki er afhent efni úr safni Stöðvar 2 nema að því tilskyldu að viðkomandi hafi lagt verulega til þáttagerðarinnar eða hafi persónulega komið fram í efninu.

Sendið tölvupóst á netfangið safn@stod2.is þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:

 • Nafn
 • Kennitala
 • Tölvupóstur
 • Símanúmer
 • Hvaða efni er óskað eftir? (ítarleg lýsing)
 • Hver yrði notkun á efninu?
 • Annað

Safnið gefur sér eina viku frá því að beiðnin berst safnstjóra þar til efnið er afhent. Stærri pantanir geta tekið lengri tíma. Hægt er að óska eftir flýtimeðferð og fá efni afhent innan sólarhrings. Rukkað samkvæmt verðskrá. Allt efni er afhent rafrænt. Efni sem afhent einstaklingum er einungis ætlað til einkanota. Fjölföldun eða dreifing er með öllu bönnuð.
Ef leikmenn óska eftir leikjum sem þeir hafa verið í og Stöð 2 sýnt, þá þarf sú beiðni að fara í gegnum þjálfara þeirra sem fær afrit hjá KSÍ. Efni sem notuð eru vegna málaferla þurfa að fara í gegnum lögfræðistofu skjólstæðings. Efni sem er aðgengilegt inni á miðlum Sýnar er ekki afhent almenningi til eignar. Ef óskað er eftir efni úr safni, sem Stöð 2 hefur ekki einkarétt á, þarf að útvega skriflegt leyfi rétthafa og senda í tölvupósti á safn@stod2.is. Þar þarf að koma fram:

 • Nafn þess sem leyfið nær til.
 • Nafn, staða og fyrirtæki þess sem gefur út leyfið.
 • Nákvæm lýsing á til hvers leyfið nær.
 • Gildistími leyfis.
Verðskrá
Umsýslugjald (klipping og önnur minni vinnsla innifalin) 4.500 kr.
Umsýslugjald (flýtimeðferð) 9.000 kr.
Umsýslugjald fyrir höfundaréttavarið efni 7.000 kr.
Spóla yfir á stafrænt form 4.900 kr.
Styttri þættir (allt að 30 mínútna langir) 2.500 kr.
Lengri þættir (lengri en 30 mínútur) 3.500 kr.

Öll verð eru án vsk.

Beiðni um efni vegna framleiðslu

Sendið tölvupóst á netfangið safn@stod2.is þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:

 • Nafn fyrirtækis/greiðanda
 • Kennitala
 • Tengiliður
 • Tölvupóstur
 • Símanúmer
 • Hvaða efni er óskað eftir? (ítarleg lýsing)
 • Upplýsingar um verkefnið og notkun efnis.
 • Hvar verður efnið birt?
 • Verður efnið sýnt erlendis?
 • Annað

Safnið gefur sér eina viku frá því að beiðnin berst safnstjóra þar til efnið er afhent. Stærri pantanir geta tekið lengri tíma. Hægt er að óska eftir flýtimeðferð og fá efni afhent innan sólarhrings. Rukkað samkvæmt verðskrá. Allt efni er afhent rafrænt. Ef óskað er eftir efni úr safni, sem Stöð 2 hefur ekki einkarétt á, þarf að útvega skriflegt leyfi rétthafa og senda í tölvupósti á safn@stod2.is. Þar þarf að koma fram:

 • Nafn þess sem leyfið nær til.
 • Nafn, staða og fyrirtæki þess sem gefur út leyfið.
 • Nákvæm lýsing á til hvers leyfið nær.
 • Gildistími leyfis.
Verðskrá
Umsýslugjald (klipping og önnur minni vinnsla innifalin) 4.500 kr.
Umsýslugjald (flýtimeðferð) 9.000 kr.
Umsýslugjald fyrir höfundaréttavarið efni 7.000 kr.
Aðstoð sérfræðings við gagnaöflun 8.000 kr./klst.
Sýningarréttur á efni sýnt innanlands til 5 ára * 2.000kr./pr sek.
Spóla yfir á stafrænt form 4.900 kr.
Efni til sýningar á vef eða skemmtunum fyrirtækja/samtaka 32.000 kr.

*Magnafsláttur: *Afsláttur: 10% ein mínúta; 20% tvær mínútur; 30% þrjár mínútur og lengra; 40% 4 mínútur eða lengra; 50% 5 mínútur eða lengra

Öll verð eru án vsk.