Sunnudaga

Svörtu sandar 2

Svörtu sandar er magnþrungin glæpasería úr smiðju Baldvins Z. Í aðalhlutverkum eru þau Aldís Amah, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Aron Már Ólafsson og Ævar Þór Benediktsson

Kaupa
Verð frá
3.990 kr. á mánuði

Magnþrungin glæpasería

Fimmtán mánuðir eru liðnir frá harmleik Svörtu sanda og áfallið liggur enn þungt á bæjarbúum Glerársands. Þá sérstaklega Anítu, þar sem hún reynir að vera til staðar fyrir nýfædda dóttur sína og takast á við móðurhlutverkið.

Þegar amma Tómasar finnst eru þorpsbúar enn á ný harmi slegnir. Morð stuttu seinna minnir þá á að illska nærist á þöggun. Rannsókn leiðir í ljós yfirhylmingu mála sem hafa leitt af sér brostin hjörtu, ofbeldi, vanrækslu og að lokum fjöldamorð. Öll tengjast þessi mál fjölskyldu Anítu og hóta núna að splundra von hennar um eðlilegt líf.