Víkingar

Fullkominn endir

Ný þáttaröð í fjórum hlutum þar sem við fáum innsýn í síðustu mánuðina hjá þeim Kára Árna og Sölva Geir á knattspyrnuferli þeirra ásamt því að fylgja þeim eftir á ótrúlegum lokasprett Víkinga í sumar. Þættirnir eru sýndir samhliða á Stöð 2 Sport og Stöð 2.

Fá aðgang í dag
Verð frá
3.990 kr. á mánuði

Víkingar

Víkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu síðan 1991. Arnar Gunnlaugsson, knattspyrnugoðsögn frá Akranesi, er ráðinn þjálfari Víkings haustið 2018 og er með stóra drauma. Gulldrengir Víkinga, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen, snúa heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku og áætla að spila síðustu ár ferilsins heima í Víkinni.

Víkingar

Fullkominn endir

Þáttur 1

Lau 4. des. Stöð 2 Sport - Sun. 5.des Stöð 2

Arnar Gunnlaugsson tekur óvænt við Víkingi haustið 2018 og boðar breytingar á leik liðsins. Það hjálpar honum að tveir útrásarvíkingar eru á heimleið og þrátt fyrir brösuga byrjun tekst liðinu tinna titil á keppnistímabilinu 2019, þann fyrsta hjá Víkingi í 28 ár.

Þáttur 2

Lau 11. des. Stöð 2 Sport - Sun. 12.des Stöð 2

Víkingar fara hóflega bjartsýnir inní keppnistímabilið 2021 og byrjunin á mótinu gefur góð fyrirheit. Eftir vandræðagang um mitt tímabil ákveður Arnar þjálfari að hrista upp í liðinu sem hefur miklar afleiðingar.

Þáttur 3

Lau 18. des. Stöð 2 Sport - Sun. 19.des Stöð 2

Víkingum verður ljóst fyrir leik gegn FH í 18. umferð Pepsi Max deildarinnar að liðið hefur vart efni á að tapa fleiri leikjum það sem eftir lifir tímabilsins í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Kári Árnason fer landsliðsverkefni þrátt fyrir að líkamlegt ástand hans væri ekki nægilega gott.

Þáttur 4

Lau 25. des. Stöð 2 Sport - Sun. 26.des Stöð 2

Spennan er óbærileg fyrir næstsíðustu umferð Íslandsmótsins. Umferðin mun lifa sem ein sú svakalegasta í manna minnum. Eftir 30 ára eyðimerkurgöngu eru Víkingar nú í dauðafæri að vinna tvöfalt – bæði í deild og bikar.